Við hjónin vorum mjög ánægð með ferðina (um Karíbahafið í nóvember/desember). Allt stóðst og farastjórn Skúla var til fyrirmyndar. Góður hópur.

Takk fyrir okkur.

Kveðja,Norwegian - Epic Hrafnhildur og Gísli.

Ferðin (í Karíbahafinu í nóvember) var í alla staði frábær, mjög góður farastjóri sem var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Heimsókn til Bob Marley var eftirminnileg, fyrir margt. Þegar heim var komið þá áttuðum við okkur á því að blómavasinn sem við keyptum, reyndist hasspípa. Og heimsókn okkar á Græna froskinn í Mexíkó var alveg ógleymanleg. Skipið og þjónustan um borð var dásamleg.

Jólakveðjur frá okkur til allra sem voru með í ferðinni og ástarþakkir.

Sigrún og Daníel.

Við hjónin skelltum okkur í brúðkaupsferð fyrir rétt um ári síðan.  Fyrir valinu varð sigling í Karíbahafinu á vegum umboðsaðila Norwegian Cruise Line.  Núna ári síðar erum við enn í skýjunum með ferðina.  Fararstjórn Skúla var nákvæmlega eins og við hefðum best getað hugsað okkur og allar upplýsingar sem við fengum um ferðina í bókunarferlinu stóðu eins og stafur á bók.  Við mælum eindregið með því að velja að ferðast með þessari ferðaskrifstofu og eigum vafalítið eftir að fara í aðra siglingu, vonandi fyrr en seinna.

Sigling

Takk fyrir okkur Skúli.

Örvar og Sandra

Seyðisfirði

Sæll Skúli.

Okkur hjónum langar að þakka fyrir siglinguna [með Spirit frá Róm um Adríahafið og víðar]. Undirbúningur fyrir ferðina var að mínu áliti til fyrirmyndar, siglingin var frábær og staðirnir sem við komum á fjölbreyttir og  skoðunarferðir mjög góðar og fræðandi. Mig langar sérstaklega að þakka fyrir mig. Að lokum vil ég segja að ekki gat ég fundið neitt að ferðinni. Í alla staði frábær.

Kveðja og vonandi sjáumst við aftur.

Trev í Róm Óskar og Jara.

Ferðin [frá Róm um Adríahafið og víðar] var hin ánægjulegasta og fararstjórinn óaðfinnanlegur í alla staði, vakinn og sofinn yfir því að farþegarnir væru glaðir og öruggir.

Það var aðeins tvennt sem mér fannst að betur hefði mátt fara. Wifi-ið um borð var mjög hægvirkt og MJÖG dýrt. Frítt Wifi ætti að vera sjálfsagður hlutur árið 2018.

Og heimferðin frá Róm var býsna þreytandi. Eftir svefnlausa nótt (lagt var af stað frá Róm kl. 3:30) tók við 16 tíma ferðalag, þar af 5 tíma bið á flugvellinum í Amsterdam. Með tilliti til þess að meirihluti Róm Colosseumhópsins var kominn af léttasta skeiði og ferðalúinn eftir 16 daga ferðalag, hefði verið heppilegra að haga heimferðinni öðruvísi, t.d. með flugi frá Róm um miðjan dag og kvöldflugi heim frá Kaupmannahöfn. Þó það hefði orðið eitthvað dýrarara hefðum við greitt þann mismun með glöðu geði fyrir þægilegri ferðamáta.

Besta kveðja

Sigurborg Hilmarsdóttir

Þakka fyrir frábæra ferð. Karabíska hafið með frábæran fararstjóra hana Mörtu, hún stóð sig með prýði, alltaf til taks og með útskýringar og upplýsingar um allt á reiðu. Svo er hún alltaf glöð og flott persóna. Væri til að fara með henni hvert sem er. Hún fær toppeinkun frá okkur hjónunum og verða ferðirnar örugglega fleiriNorwegian Dawn í framtíðinni. Takk fyrir okkur.

Asa Gislason

Sæll Skúli.Florida hotel

Við þökkum fyrir frábæra ferð í Karíbahafið um jól og áramót. Ánægjuleg sigling með EPIC, og mjög þægileg dvöl á Florida Mall Hotel. Virkilega góð fararstjórn, með hæfilegri blöndu af gamni og alvöru.

Með góðri kveðju,
Njáll, Halldór, Hjördís, Kristján, Auður og Hermann.

Ég og kærastan mín fórum í jólasiglingu með Norwegian Epic. Allar okkar væntingar stóðust og vel það. Ferðaskrifstofan stóð 100% við sitt.

Skipið er afar glæsilegt og ég, sem hef farið í a.m.k. sex siglingar áður með ýmsum skipafélögum, hef aldrei búið við betri aðbúnað. Klefarnir mjög glæsilegir og öll þjónusta til fyrirmyndar. Þessi hugmynd um “Free style” er frábær, maður borðar þegar okkur sjálfum hentar og ræður alveg tíma sínum. Um borð voru glæsilegir viðburðir daglega, og maturinn með afbrigðum góður.

Mér finnst alltaf best við siglingar að njóta skipsins og vera sem mest um borð, og fer aðeins í land á þeim viðkomustöðum sem heilla mig.

Ég á þá bara eftr að tala um fararstjórnina. Skúli Unnar Sveinsson var fararstjóri í þessari siglingu, Skúli er frábær fararstjóri, allt skipulag með það fyrir augum að vera sem þægilegast fyrir farþegana, alltaf til taks og tilbúinn að leiðbeina og hjálpa. Allir fjörutíu og tveir íslensku farþegarnir í þessari ferð luku upp lofsorði um þennan yndislega farastjóra.

Takk fyrir okkur Ómar og Guðný.

Harvest cayPanamaskurðurinn 2017.

Við hjónin fórum 17. nóv til 29. nóv þessa frábæru ferð með Norwegian Jade Frá Miami þar sem Panamaskurðurinn var heimsóttur ásamt mörgum öðrum frábærum stöðum.

Panamaskurðurinn er ótrúlegt mannvirki og lætur hugan reika að hann sé orðið rúmlega 100 ára og kostaði 30-40 þúsund mans lífið og sé en í dag að þjóna okkur mjög vel. Svo er nútíminn með nýja skurðinum sem tekur öll stærstu skip í dag.

Af öðrum stöðum skal nefna Harvest Cay einkaeyju NCL sem er allger paradís, sem hefði verið gaman að stoppa lengur á. Skipið og allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið þar er allt óþvingað og afslappað og áhöfninn kappkostar að láta öllum líða vel, stanslaust prógramm allan daginn svo engum þarf að leiðast.

Við höfum farið áður með þessu skipi og Skúla farastjóra, allt stendur sem sagt er og Skúli sér vel um sitt fólk og passar að allt sé eins og það á að vera. Takk fyrir Skúli og takk fyrir ferðafélagar. Við sjáumst aftur hjá NCL.

Kv.

Maron og Halldóra.

PanamaskurðurSæll Skúli og öll hin

Þetta var önnur ferð okkar með Norwegian Cruise Line í Karabíska, fyrst 2015 svo þessi ferð með JADE í Panamaskurðinn, sú fyrri var mjög, mjög góð en þessi var frábær í alla staði.

Skúli er frábær í sínu starfi . Mátulega léttur, heldur vel tímaáætlun, þægilegur í umgengni og gott að leita til hans. Við munum leita til þeirra aftur næst þegar við hugsum okkur til hreyfings.

TOPP EINKUNN TIL YKKAR.

Bestu kveðjur
Reynir og Margrét