Ágætis ferðafélagar í góðri ferð

Við Maja þökkum kærlega fyrir okkur! Ferðin um Gríska Eyjahafið í ágúst var í alla staði hin ánægjulegasta.
Skipulag af þinni hálfu mjög gott, bæði undirbúningur og eins meðan á ferð stóð. Ferðafélagar mjög svo ágætir og gaman að kynnast þeim. Það kom svo í ljós að nokkrir þeirra  búa í næsta nágrenni við okkur!
Þeir staðir, sem heimsóttir voru, stóðu allir undir væntingum.
Enn og aftur hafðu góða þökk fyrir túrinn og þína ágætu leiðsögn,
með beztu kveðju
Þorsteinn og María