Takk fyrir mikla gæðaferð

Við Guðlaug (Gulla) erum sérstaklega þakklát og ánægð með allt í sambandi við ferðina um Adría- og gríska eyjahafið 1. ágúst til 15. ágúst.
Þetta var okkar fyrsta ferð með skemmtiferðaskipi og vonandi gefur guð og lukkan okkur tækifæri á að fara fleiri slíkar í náinni framtíð.
Ferðin var á alla lund vel heppnuð, ekkert undanskilið. Undirbúningur ferðaskrifstofunnar fyrir ferðina var frábær og byggði upp væntingar og þekkingu á ferðinni á magnaðan hátt. Okkur þótti allt um borð í skipinu vera til fyrirmyndar, frábær fararstjórn, starfsfólk sérlega almennilegt og þjónustuglatt, landar okkar allir til fyrirmyndir og skemmtilegir ferðafélagar. Hótelin og flugið gekk líka 100% upp. Við mælum með slíkri fer með þér hvar og hvenær sem er.
Önfirsku fermingarbræðurnir voru auðvitað sérstakir og eiginkonur þeirra í algerum gæðaflokki – sem er merkilegt að mínu mati miðað við það sem ég þekki um uppeldi þessara drengja og fermingarundirbúning þeirra.

Við óskum ykkur hjá Súlatravel til hamingju með gæðaferð og þökkum fyrir okkur.

EFG og Gulla.