Skrifstofa Sula Travel verður lokuð vegna sumarleyfa mánudaginn 26 ágúst og opnar aftur miðvikudaginn 28 ágúst.

Hægt er að hringja í síma 6996717 eða senda tölvupóst á [email protected] og við munum svara.

 

Við Guðlaug (Gulla) erum sérstaklega þakklát og ánægð með allt í sambandi við ferðina um Adría- og gríska eyjahafið 1. ágúst til 15. ágúst.
Þetta var okkar fyrsta ferð með skemmtiferðaskipi og vonandi gefur guð og lukkan okkur tækifæri á að fara fleiri slíkar í náinni framtíð.
Ferðin var á alla lund vel heppnuð, ekkert undanskilið. Undirbúningur ferðaskrifstofunnar fyrir ferðina var frábær og byggði upp væntingar og þekkingu á ferðinni á magnaðan hátt. Okkur þótti allt um borð í skipinu vera til fyrirmyndar, frábær fararstjórn, starfsfólk sérlega almennilegt og þjónustuglatt, landar okkar allir til fyrirmyndir og skemmtilegir ferðafélagar. Hótelin og flugið gekk líka 100% upp. Við mælum með slíkri fer með þér hvar og hvenær sem er.
Önfirsku fermingarbræðurnir voru auðvitað sérstakir og eiginkonur þeirra í algerum gæðaflokki – sem er merkilegt að mínu mati miðað við það sem ég þekki um uppeldi þessara drengja og fermingarundirbúning þeirra.

Við óskum ykkur hjá Súlatravel til hamingju með gæðaferð og þökkum fyrir okkur.

EFG og Gulla.

Við Maja þökkum kærlega fyrir okkur! Ferðin um Gríska Eyjahafið í ágúst var í alla staði hin ánægjulegasta.
Skipulag af þinni hálfu mjög gott, bæði undirbúningur og eins meðan á ferð stóð. Ferðafélagar mjög svo ágætir og gaman að kynnast þeim. Það kom svo í ljós að nokkrir þeirra  búa í næsta nágrenni við okkur!
Þeir staðir, sem heimsóttir voru, stóðu allir undir væntingum.
Enn og aftur hafðu góða þökk fyrir túrinn og þína ágætu leiðsögn,
með beztu kveðju
Þorsteinn og María

Langaði að þakka þér fyrir frábæra ferð í Gríska Eyahafið 1-15 ágúst 2023. Þetta er þriðja ferðin okkar með ykkur og þér sem fararstóra, þetta var allt upp á tíu eins og í fyrri ferðum.Vel skipulagt og fararstjórnin upp á hundrað. Eigum örugglega eftir að koma aftur.
Kær kveðja
Steini og Helga

Nú eru allar siglingar fyrir árið 2025 komnar í sölu og eru á heimasíðunni okkar. Fjöldi spennandi siglinga er í boði og eins og undanfarin ár er allt innifalið í öllum siglingum. Allir sem bóka siglingu geta valið um tvo auka pakka sér að kostnaðarlausu. Þessi pakki heitir „Free at Sea“ og hægt er að velja um drykkjapakka, veitingahúsapakka, internet inneign eða inneign í skoðunarferð. Einnig geta þeir sem vilja ekki hafa drykkina innifalda sleppt drykkjunum og valið annan pakka í staðinn. Við hvetjum alla sem hafa hug á að sigla til þess að bóka sem fyrst.

Hægt er að bóka á heimasíðunni okkar, hringja eða koma í heimsókn og fræðast um siglingar sem í boði eru.

Við hjónin erum hæst ánægð með nóvember ferð á vegum Ferðaskrifstofunnar Sulatravel með Skúla fararstjóra í fararbroddi.

The Florida Hotel er mjög fallegt og þar var gott að vera. Kostur að þaðan er innangengt í mollið, einnig stutt þaðan í Target og fleiri verslanir.

Fimm nætur á hóteli og sjö nætur á siglingu um Karíbahaf. Það var framandi að ganga í land og skoða fjórar eyjar.

Eini mínusinn var í Tampa, langa röðin og biðin til að komast í skipið.

En það er trúlega vegna manneklu.

Allt er gott sem endar vel.

Kærar þakkir skemmtilegi Skúli.

Kveðja Ragnhildur og Kristinn.

Það var mikil tilhlökkun í hópnum sem flaug frá Keflavíkurflugvelli síðdegis 11. febrúar 2020 og var á leiðinni í siglingu um

Panamaskurðinn með glæsiskipinu Joy á vegum umboðsaðila NCL (Norwegian Cruise Line).

Fararstjóri var Marta Magdalena Niebieszczanska, sem á tímabili fékk „auknefnið“ Martida og held ég að ég tali fyrir hönd okkar ferðafélaganna að hún stóð sig með miklum sóma í hvívetna.

Í Orlando gerðum við okkur ýmislegt til skemmtunar og Marta hafði pantað rútu og fórum við í skemmtilega og fróðlega skoðunarferð um borgina.

Að morgni 14. febrúar ókum við til Miami og fórum um borð í Joy og komum okkur fyrir í klefum okkar. Eftir stuttan kynningarfund með Mörtu borðaði svo hópurinn saman á Manhattan veitingastaðnum.

Fyrsti viðkomustaður var einkaeyja NCL, Great Stirrup Key, en síðan lá leiðin til Kartagena í Kólumbíu  ….og hitinn þar fór í 35° C og rakinn mjög mikill.

Dagurinn sem fór í „siglinguna“ um Panamaskurðinn er mjög eftirminnilegur, því þetta mannvirki er alveg stórkostlegt á alla mælikvarða. Flestir fylgdust með því er við fórum í þrepin þrjú og síðan siglinguna á vatninu og niður hinum megin, í Kyrrahafið áleiðis til Kosta Ríka.

Áfangastaðirnir komu svo hver á fætur öðrum Puerto Quetzal í Guatemala, Mazatlan, Puerto Vallarta og Cabo San Lucas í Mexikó. Alls staðar fórum við í land og skoðuðum okkur um, en laugardaginn 29. febrúar, hlaupársdag vorum við á siglingu til Los Angeles og komum til hafnar í morgunsárið.

Um borð í Joy eru nánast „allar heimsins lystisemdir“, veitingastaðir, leikhús og margt annað sem hugurinn girnist og nýttu ferðafélagarnir þá.

Gistum á The LA grand hotel downtown og eins og í Orlando hafði Marta skipulagt skoðunarferð, sem var afar vel heppnuð, þar sem við gengum meðal annars upp tröppurnar þar sem Oscarsverðlaunin eru afhent.

Heim var svo flogið frá Los Angeles (LAX) um Seattle og heim til Íslands og má segja að við sluppum heim fyrir covid-19 faraldurinn.

Kærar þakkir til allra ferðafélaganna,

Jenna og Ágúst.

Ég ætlaði að vera búin að skrifa þér fyrr en ekki tekist, svo nú kemur það.  Við hjónin Gunnar Örn og ég fórum í jólaferðina um s.l. jól. Og þvílík ferð .Í stuttu máli var hún YNDISLEG. Harvest cay
ALLT stóðst sem um var talað og meira  segja veðrið lék við okkur. En það sem mig (okkur) langar að tíunda er FARARSTJÓRINN: Hún Marta er hreint ótrúleg. Fyrir utan að vera glæsileg ung kona þá var allt 100% sem hún segir og gerir.  Hún gerði sér bara lítið fyrir og bjó til skoðunarferðir á eyjunum og ORLANDO sem hentaði okkur ÖLLUM því það voru mjög fáir sem voru búnir að panta ferðir og voru bara ekkert ákveðnir hvað ætti að gera !!!!!!  Svo sá hún um að við borðuðum saman bæði á jólum (um borð í skipinu)og á gamlárskvöld ( í Orlando) og ALLT var vel lukkað. Ég mun minnast þessarar ferðar á meðan ég lifi það var svo gaman. Í lok ferðarinnar voru þessir 50 íslendingar orðnir að einni fjölskyldu. :-):-).  Erum strax farin að pæla í næstu ferð, hefðum helst viljað fara með Mörtu í ferúar um Panamaskurðinn !!!!!!

Læt þetta duga að sinni. Takk takk aftur fyrir okkur.

Hjartans kveðjur

Soffía og Gunnar Örn.8-):-D

Við hjónin völdum að fara í skemmtisiglingu um jólin í brúðkaupsferðinni okkar og sáum auglýsta ferð hjá umboðsaðila Norwegian Cruise Line og sjáum ekki eftir því. Flórída hótel

Við flugum út til Orlando og gistum í 2 nætur á Florida Mall hótelinu og fórum svo með rútu um borð í Norwegian DAWN, stórglæsilegt skip sem stóðst allar væntinar og langt umfram það. Siglingin var 7 nætur frá 22-29 des.

Þar var allt svo jólalegt og hátíðlegt og frábært hvað þjónustan og hreinlætið er mikið um borð. Það var endalaust hægt að finna fjölbreytta afþreyingu og upplifun um borð, að fara í sunset Yoga er upplifun sem maður fær ekki hvar sem er.

Við komum í land á 4 stöðum í Mexico, sem var mjög gaman að koma í og sjá mannlífið þar. Þar er líka margt í boði sem spennandi er að skoða en við ákváðum að fara að synda með höfrungunum í Cosmuel, það var æði.

Eftir að við komum í land gistum við á hótelinu aftur í 5 nætur.  Við kynntumst frábærum hóp af íslendingum sem voru með okkur í ferðinni,okkur finnst það alveg standa uppúr að vera með öðrum íslendingum í ferðinni og ég tala nú ekki um að vera með svona æðislegan farastjóra.

Marta Magdalena passaði svo vel uppá allt og var algjört yndi alla ferðina. Við gátum alltaf leitað til hennar ef við þurftum sem okkur fannst mikið öryggi í.

Við munum klárlega nýta okkur þessar ferðir aftur, takk kærlega fyrir okkur.

Helena og Ólafur

Ég er sjóveik með endemum og ég þoldi ekki skemmtiferðarskip var nánast með fordóma gagnvart þessum ferðamáta. En þar sem við hjónin urðum sextíu ára með 13 mánaðar millibili ákvað ég að láta undan manninum Cozumelmínum og fara í eina svona ferð fyrir hann. Ég hef nefnilega alltaf svolítið stjórnað hvert og hvernig er ferðast.

Við vorum búin að skoða allskonar skip og skipafélög og vorum að huga að því að fara að panta ferð og fara á eigin vegum, þegar auglýsing birtist í Fréttablaðinu um ferð í Karabískahafið með umboðsaðila Norwegian Cruise Line. Já já fyrst ég var nú búin að samþykkja að fara  þá var alveg eins gott að fara með ferðaskrifstofu. Það er sko ekki það sem við erum vön að gera.

Til að gera langa sögu stutta var þessi ferð sem skipulögð var fyrir 14 daga af áðurnefndri ferðaskrifstofu með hina pólsku íslensku talandi Mörtu Magdalenu sem farastjóra algerlega ógleymanleg. Ég er búin að éta hatt minn og tek ofan fyrir þessari afþreyingu á hafi sem skemmtiferðarskip eru. Algerlega meiri háttar afslöppun og nóg að hafast við þar sem endalaust er boðið upp á allskyns viðburði og námskeið. Átti bara ekki orð yfir öllu sem í boði var og komst ekki yfir að njóta alls sem mig langaði. Matur og drykkir voru innifaldir þannig að það var eini höfuðverkurinn að komast yfir að smakka á öllu sem er vita vonlaust. En allt það sem ég bragðaði og drakk var til fyrirmyndar. Ég varð ekki sjóveik svolítið hissa yfir því.

Ég vil þakka ferðaskrifstofunni fyrir vel skipulagða ferð sem stóðst allar væntingar. Mörtu Magdalenu þakka ég fyrir frábæra þjónustulund og frumkvæði í að drífa okkur hópinn í allskonar ferðir sem hún skipulagði og þjappaði hópnum saman. Ferðafélagarnir voru dásemdin ein. Takk fyrir mig þetta var algelega frábært og mikil upplifun. Það má alveg koma fram að mér finnst ég hafa fengið mikið fyrir peninginn. Takk

Kveðja

Guðfinna Guðmundsdóttir