Við hjónin erum hæst ánægð með nóvember ferð á vegum Ferðaskrifstofunnar Sulatravel með Skúla fararstjóra í fararbroddi.
The Florida Hotel er mjög fallegt og þar var gott að vera. Kostur að þaðan er innangengt í mollið, einnig stutt þaðan í Target og fleiri verslanir.
Fimm nætur á hóteli og sjö nætur á siglingu um Karíbahaf. Það var framandi að ganga í land og skoða fjórar eyjar.
Eini mínusinn var í Tampa, langa röðin og biðin til að komast í skipið.
En það er trúlega vegna manneklu.
Allt er gott sem endar vel.
Kærar þakkir skemmtilegi Skúli.
Kveðja Ragnhildur og Kristinn.