Sæll Skúli
Þökkum þér og Súla Travel fyrir frábæra ferð um Gríska eyjahafið 10-24 júní.
Skoðunarferðirnar “okkar” voru góðar þó stuttar væru. Þær gátu aldrei sýn nema smá sýnishorn af hverjum stað. Þú stóðs þig frábærlega á röltinu og sérstaklega hjálplegur við alla upplýsingagjöf.
Við hjónin þökkum þér fyrir frábæra aðstoð eftir puttaóhappið mitt (Gunnar) og sérstaklega þökkum við teiminu á sjúkrastofunni um borð fyrir frábæra umönnun í alla staði og mikinn hlýhug. Án ykkar hefðum við ekki getað klárað þessa ágæu og frábæru ferð í góðum félagskap.
Þökkum kærlega fyrir okkur
Anna og Gunnar, Akureyri.
Mikið rosalega er ég þakklátur fyrir að hafa látið mér detta í hug að fá Lindu með mér í þessa siglingu með Norwegian Epic um gríska eyjahafið í júní. Ekki spillti fyrir að stærsti hluti vinahópsins úr Hafnarfirði og systur mínar skyldu slást í för.
Skúli kann alveg á þetta, enda reynslubolti í þessu efni, var alltaf innan handar, en lét okkur líka í friði þegar það átti við. Frábær fararstjóri.
Allt upp á tíu, flott skipulag, æðisleg þjónusta um borð, flottir veitingastaðir, flestir á pari við okkar bestu.
Svo ekki sé nú talað um sundlaugina, rennibrautirnar og sundlaugarbarinn. Allt innifalið.
Hlakka til að fara aftur.
Takk fyrir skemmtilega upplifun.
Guðmundur Rúnar
Takk fyrir frábæra ferð um Gríska eyja hafið með Norwegian Epic. Matur, skemmtun og allt um borð til fyrirmyndar. Fararstjórinn Skúli Unnar Sveinsson stóð sig með prýði (örugglega ekki alltaf auðvelt með 49 manns í hóp).
Takk enn og aftur
Barbro og Siggi 😁
Sæll Skúli,
Enn og aftur kærar þakkir fyrir frábæara ferð og góða farastjórn. Þú stóðst þig alveg upp á tíu og meira en það.
Siglinginn var í alla staði alveg frábær og yndisleg! Frastjórn Skúla Unnars Sveinssonar var til fyrirmyndar og hélt hann vel utan um hópinn bæði á sjó og landi.
Yndislegur hópur af fólki, frábært veður og góður matur. Gætum alveg hugsað okkur að fara aftur með Norwegian skipafélaginu þar sem þjónustan og allur aðbúnaður um borð var til fyrirmyndar. Mikið úrval af mat og drykkjum ásamt fjölbreytni í afþreyingu.
Ferðin með Súla travel í Gríska eyjahafið var fjölbreytt og margir skemmtilegir staðir heimsóttir. Malta og Mykanos voru þeir staðir sem stóðu upp úr hjá okkur hjónunum, þrátt fyrir að við nutum þess að fara í land alls staðar þar sem boðið var upp á það. Mæli eindregið með slíkri ferð!!!
Með kærri kveðju,
Edda og Ed.
Sæll Skúli
Þetta var fyrsta sigling okkar hjóna, og vonandi ekki sú síðasta.
Þetta var allt uppá 10. Aðbúnaður um borð og allar skoðunarferðirnar sem við fórum með þér voru skemmtilegar og áhugaverðar. Allir áfangastaðir mjög áhugaverðir.
Þú hélst vel utan um hópinn,varst stundvís og hress.
Bestu þakkir fyrir samveruna og hafðu það sem allra best.
Guðmundur Karl Ágústsson og Hjördís Birgisdóttir
Sæll Skúli Unnar og takk fyrir síðast,
Við hjónin þökkum kærlega fyrir mjög svo góða ferð með Sula Travel um Gríska eyjahafið 28.8 til og með 8.9.2024.
Við viljum hrósa þér fyrir afar gott skipulag allan tímann, frábær fararstjóri í alla staði. Greinilega vanur að telja allan hópinn, sjá til þess að allir skili sér fyrir og eftir ferðir. Einnig í nokkrum skoðunarferðum að vera síðastur þegar þörf var á leigubílum.
Einnig má hrósa skipafélaginu fyrir mjög gott skipulag, bæði við innritun og útritun, greinilega gert þetta allt margsinnis.
Öll aðstaða um borð til fyrirmyndar, frábærir veitingastaðir og starfsfólkið fyrsta flokks og ekki má gleyma matnum.
Mjög svo áhugaverðir staðir að skoða, nokkrir mjög góðir, má þar nefna Santorini, Mykonos, Katakolon, Valletta og Róm, hinir sæmilegir.
Okkur fannst afar skemmtilegt að kynnast þessum ágætu ferðafélögum – allir með sinn sjarma.
Að endingu – takk fyrir okkur. Við munum klárlega mæla með Sula Travel sem mjög góðan kost í skemmtisiglingum.
Kær kveðja,
Gunnar og Alla
Þökkum innilega fyrir áhugaverða og skemtilega ferð um Gríska eyjahafið 25
ágúst til 8 september 2024. Allt var svo skipulagt. Allt var svo vel skipulagt. Allar
þessar göngur og skoðunarferðir er við komum í land, voru alveg meiriháttar, þar sem við
upplifðum marga áhugaverða staði, undir stjórn frábærs fararstjóra Skúla Unnars Sveinssonar, sem hélt vel utan um hópinn bæði um borð og í landi.
Öll aðstaða um borð var til fyrirmyndar, og starfsfólkið vildi allt fyrir mann gera. Við kyntumst mikið af skemtilegu fólki í þessari ferð, og þetta var samheldin og góður hópur.
Kærar kveðjur til ykkar allra, og þökkum fyrir samveruna.
Guðný Dóra og Gunnar
Við erum mjög ánægð með túrinn [Rom um gríska eyjahafið í ág/sept], allan í heild, skemmtilegir viðkomustaðir, viðurgjörningur um borð og viðmót starfsfólksins framúrskarandi og á það einnig við um Skúla farastjóra.
kveðja, Katrín og Oddur
Þetta var frábær ferð [Frá Róm um gríska eyjahafið í ágúst/sept] og ógleymanleg upplifun í alla staði.
Skipið stóðst allar væntingar og meira en það.
Góðir ferðafélagarnir og Skúli frábær fararstjóri.
Bestu kveðjur
Ella og Inga
Sæll Skúli.
Við höfum aðeins bara allt gott að segja um ferðina [óm um gríska eyjahafið í ág7sept], hún var alveg dásamleg í alla staði. Allar hafnir buðu upp á áhugaverða og fallega staði til að heimsækja en veðrið fór aðeins með þetta. Hvern hefði grunað að það yrði um 36°C flesta daga? Við munum hiklaust mæla með ferð sem þessari og erum auðvitað byrjuð að skipuleggja næstu ferðir með NCL. (Sumir gamlir og við upplifðum stundum að sumt væri aðeins of erfitt fyrir ýmsa).
Kveðja, Brynjólfur og Dagný