Free Style hugmyndin frábær

Ég og kærastan mín fórum í jólasiglingu með Norwegian Epic. Allar okkar væntingar stóðust og vel það. Ferðaskrifstofan stóð 100% við sitt.

Skipið er afar glæsilegt og ég, sem hef farið í a.m.k. sex siglingar áður með ýmsum skipafélögum, hef aldrei búið við betri aðbúnað. Klefarnir mjög glæsilegir og öll þjónusta til fyrirmyndar. Þessi hugmynd um “Free style” er frábær, maður borðar þegar okkur sjálfum hentar og ræður alveg tíma sínum. Um borð voru glæsilegir viðburðir daglega, og maturinn með afbrigðum góður.

Mér finnst alltaf best við siglingar að njóta skipsins og vera sem mest um borð, og fer aðeins í land á þeim viðkomustöðum sem heilla mig.

Ég á þá bara eftr að tala um fararstjórnina. Skúli Unnar Sveinsson var fararstjóri í þessari siglingu, Skúli er frábær fararstjóri, allt skipulag með það fyrir augum að vera sem þægilegast fyrir farþegana, alltaf til taks og tilbúinn að leiðbeina og hjálpa. Allir fjörutíu og tveir íslensku farþegarnir í þessari ferð luku upp lofsorði um þennan yndislega farastjóra.

Takk fyrir okkur Ómar og Guðný.