FeneyjarOkkur hjónum langar að skifa nokkrar línur um ferð sem við erum nýlega komin úr á ykkar vegum. Vorum 12 daga siglingu í fjögura landa sýn, sigling frá Barcelona og endað í Feneyjum. Mælum svo sannarlega með þessu frábæra skipafélagi sem þið bjóðið upp á, allt 100% um borð, maturinn mjög góður, öll þjónusta og frábærar sýningar í leikhúsi.

Einnig er ekki hægt annað en að minnast á frábærann fararstjóra hann Skúla Unnar, allt mjög vel skipulagt hjá honum og veitti hann mjög góðar upplýsingar um viðkomustaði. Ekki spurnig að næst þegar við förum í siglingu þá verður ykkar heimasíða skoðuð fyrst.

kær kveðja
Ellert og Bryndís

Norwegian SpiritSkipið, Norwegian Jade, var talsvert stærra og stórkostlegra en við höfðum gert okkur grein fyrir af myndum. Við vorum í herbergi með svölum, sem gerði líklega talsverðan mun, bæði opnara og það munaði um að hafa útsýni frá svölunum, auk fersks lofts og sólskins. Það tók alllangan tíma að rata um skipið, en það gerði ferðina enn skemmtilegri að vera að uppgötva nýja staði alla ferðina. Við urðum örsjaldan var við hreyfingu vegna öldugangs, örlítil hliðarhreyfing kannski tvisvar eða þrisvar alla ferðina.

Þjónustan var frábær og alveg sérstök. Þetta alþjóðlega starfslið var augljóslega mjög vel þjálfað, alúðlegt, alltaf með bros á vör og ávallt reiðubúið að rétta hjálparhönd. Þessi framkoma og vafalaust jákvætt hugarfar skapaði mjög hlýlegt og ánægjulegt andrúmsloft. Við kynntumst vel ungum þjónum sem sáu um herbergið okkar og ofan á allt annað komu þeir okkur á óvart með því að móta origami-skúlptúra úr handklæðunum okkar! Hrein listaverk!

Ferðin sjálf var mjög vel skipulögð og boðið upp á marga valmöguleika á ferðum á viðkomustöðunum. Af öllum þeim stöðum þar sme komi við eins og Corfu, Katakolon (þar sem Olympíuleikarnir hófust á sínum tíma) Mykene og Santorini, þá þótti okkur sá síðastnefni vera toppurinn. Hinir staðirnir voru líka að sjálfsögðu afar merkilegir hver á sinn hátt og ómetanlegt að koma á slíkar söguslóðir.

Farastjórinn stóð sig með mikilli prýði, á sér bersýnilega mikla og góða reynslu að baki, vel skipulagður á fyrirhafnarlausan hátt og ekki sakaði skemmtilegur húmor!

Mælum eindregið með ferðum með Norwegian Jade.

Halldór og Susan Haraldsson

KarabískaGóð ferð!

Heimkomin, himinsæl eftir skemmtilega og vel heppnaða ferð í Karíbahafið þar sem allt gekk upp.

Maður varð aldrei var við fararstjórann, en einhvernveginn var hún alltaf til staðar ef á þurfti að halda, með allar upplýsingar tiltækar. Þetta hlýtur að vera besta leyndarmál góðs fararstjóra.

Sendum ferðaskrifstofunni og sérsaklega Ingu Björku bestu þakkir og kærar kveðjur,

Ól.Bj. og “börn”

Florida hotelVið hjónin fórum í siglingu á ykkar vegum í 30. nóv. – 12 desember og okkur langar að gefa okkar meðmæli með ykkur og allri skipulagningu. Ferðin var í alla staði mjög vel skipulögð og upplýsingar fyrir ferð alveg fádæma góðar. Ferðin gekk alveg frábærlega vel og allt gekk upp varðandi tíma og svo að segja aldrei bið.

Hótelið í Orlando gat ekki verið betur staðsett hvað varðar verslun, eins og okkur flestum Íslendingum finnst svo gaman.

Fyrir fólk eins og okkur sem höfum ekki farið áður í siglingu þá var þetta BARA ævintýri.

Það er að vísu dýrt um borð í skipinu og mikið áreyti með sölu á öllu sem þar er til boða.

Það voru mjög framandi staðir sem við komum til og virkilega fræðandi að sjá hvernig lífið gengur fyrir sig á þessum slóðum, en mikil fátækt.

Skoðunarferðirnar sem við keyptum voru sæmilegar, en án þeirra hefðum við ekki fræðst eins mikið um staðina.

Fararstjórinn ( Skúli Unnar) var alveg til fyrirmyndar, vakandi og sofandi öllum stundum yfir sínum farþegum og mjög svo hjálplegur. Frábær fararstjóri.

Bestu kveðjur
Þorsteinn og Ólöf

Norwegian DawnVið fórum í hópferð með umboðsaðila Norwegian Cruise Line til Fórida og þaðan var siglt til Mexikó og Hondúras með Norwegian Dawn frá Tampa. Gist var á Florida Mall Hotel fyrir og eftir ferð. Frábær ferð þar sem við gátum sameinað frí og jólainnkaup. Frábær ferð með góðum fararstjóra sem ég mæli með.

Stefán Rúnar Garðarsson og frú

KarabískaVið hjónin erum mjög ánægð með ferðina í nóv. Hún var bara alveg æðisleg, það var vel staðið að undirbúningi og öðru í kringum hana. Ég verð að hrósa fararstjóranum fyrir þá hugulsemi sem hann sýndi fólkinu með því að vera vakandi yfir því að líta í borðsalinn á morgnana og bjóða góðan daginn alla daga og ath. hvort allt væri í lagi og vil ég þakka fyrir atstoðina þegar taskan barst ekki og allt fór vel.

Haldið áfram að vaxa og dafna.

Sigmundur og Sigrún

KarabískaTakk fyrir okkur. Við erum mjög ánægð með ferðina í Karabíska hafið og að okkar mati fengum við skemmtun fyrir allan peninginn. Hótelið í Orlando mjög gott og vel staðsett, skipið mjög gott og góður matur um borð, afþreying allan daginn og fram á nætur ef fólk hefur áhuga fyrir því. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fararstjórinn mjög þægilegur og hjálplegur við farþega. Sem sagt að okkar mati mjög góð ferð sem við sjáum alls ekki eftir að hafa farið í.

Kveðja,
Heba og Jón

Norwegian JadeVið félagar í Mokveiðifélaginu fórum með Norrænu Ferðaskrifstofunni í siglingu til Egyptalands í okt. 2011. Þetta var tíu daga sigling, siglt frá Ítalíu til Grikklands, Tyrklands og Egyptalands. Siglt var með Norwegian Jade og var þetta í alla staði frábær ferð, matur og þjónusta um borð er frábær við og áttum þarna úrvals frí með eiginkonum okkar. Skemmtisigling er engu lík.

Fh. Mokveiðifélagsins

Árni Halldórsson formaður

Norwegian JadeVið hjónin sigldum með Jade. Þetta var mikil ævintýrasigling um mjög spennandi svæði og margt að skoða og upplifa. Þjónusta og viðurgjörningur um borð var alveg fyrsta flokks.

Vilhjálmur Grétar Pálsson

Sparisjóðstjóri