EystrasaltIngi Garðar Magnússon laumaði nokkrum vísum að fararstjóra í ferð með Star um Eystrasaltið í maí.

Með Skúla og öðrum skemmti ég mér
með skipi á Eystrasalti.
Dýrðlega svo drekk ég hér
dós af köldu malti.

Á Eystrasalti í sumri og sól,
í sundlauginni er gaman.
Þar skemmtunina Skúla fól
og skemmtum okkur saman.

Í Helsinki settist hópurinn niður og fékk sér hressinug eftir að hafa skoðað hina stórkostlegu steinkirkju. Þá kom þessi:

Finnski bjórinn finnst mér hér
flott af öðrum bera.
Dýrðlega hann drukkinn er
og drjúgur skal hann vera.

Breyta varð silgingarleiðinni og ekki komið við í Stokkhólmi þar sem of mikill vindur var þannig að jafn stjór skip og Star fengu ekki að sigla þar inn. Þá orti Ingi:

Í Stokkhólmi ei stansað var
stór of þótti báran.
Líka ei sáum lífið þar,
það ljúft mig gerði sáran.

Framhjá Svíþjóð sigldum við
svo var úfinn sjórinn.
Glaðlega að góðum sið
glöð við drukkum bjórinn.

Eins og oft vill verða í svona ferðum bætir fólk aðeins á sig enda mikill og góður matur alla daga. Ingi hafði þetta að segja um það:

Sólin skín og báran blá
býsna langt er strikið.
Ljúlflega það loks ég sá
að ljótt er á mér spikið.

FerðOkkur langar að þakka fyrir mjög ánægjulega ferð [með Spirit í 12 daga frá Barcelona til Feneyja] sem fór fram úr okkar væntingum. Andinn í skipinu er mjög góður allir svo glaðir og elskulegir. Fararstjórnin [Inga Björk] var langt umfram væntingar. Ekkert hefði getað verið betra að okkar mati. Vonandi eigum við eftir að ferðast með ykkur aftur. Takk fyrir okkur.

E. Súsanna og Jakob

FerðSæl,

Takk fyrir síðast. Brosið nær ennþà allan hringinn og við erum búin að stofna safnreikning fyrir næstu ferð.

Við finnum ekkert sem við getum kvartað yfir þetta var bara fràbær upplifun frá upphafi til enda, eintóm sæla.

Kær kveðja,

Helga og Jonni

FerðSæll Skúli.

Við hjónin þökkum kærlega fyrir ánægjulega ferð. Hún var í alla staði mjög góð. Við höfum enga viðmiðun, fyrsta ferðin okkar og allar væntingar stóðust. Við lærðum heilmikið og sáum staði sem við höfum aldrei séð fyrr. Stórkostleg upplifun.

Þessi ferð er algjörlega ógleymanleg. Hlökkum til að fara í næstu ferð.

Kveðja.

Björg og Þórður

BarcelonaSæll Skúli og þið öll [samferðafólk]

Takk fyrir góða og skemmtilega ferð [7 dags sigling með Epic um Miðjarðarhafið]

Þetta var góð fararstjórn og skemmtilegir ferðafélagar.

Það stóðst allt um ferðina og allt eins og það átti að vera.

Gönguferðirnar með þér Skúli voru góðar og skemmtilegar. Léttar og afslappaðar svo það gátu allir verið með og ekkert stress.

Takk fyrir allir að gera góða ferð enn skemmtilegri.

Kveðja

Pétur Bjarni og Sigga.

KarabískaÞú baðst okkur um að senda þér póst og láta vita ef eitthvað hefði mátt betur fara. Ég er búin að hugsa þetta heilmikið og verð að segja að allt var til þvílíkrar fyrirmyndar í þessari ferð að ég hef engu við að bæta. Fararstjórn þín var alveg frábær og umhyggja þín fyrir farþegum einstök.

Hafðu það sem best og vonandi förum við fljótlega aftur í ferð með ykkur.

Bestu kveðjur,
Ástbjörg Haraldsdóttir og Hreiðar Einarsson

BarcelonaNokkur orð um ferðina [í febrúar til Kanarí].

Frábær ferð í alla staði, auðvitað spilaði veðrið aðeins inn í eins og gengur. Góð þjónusta um borð og frábærar kvöldskemmtanir, en við vorum flest sammála um að velja hefði mátt danstónlist sem hæfði betur þeim aldurhópi sem var um borð. Vantaði meira almenna dans músik heldur en diskó.

Auðvitað væri gott að hafa styttri bið á flugvöllum.

Fín farastjórn hjá þér Skúli, þú að heiður skilið fyrir það.

Sjáumst vonandi fljótt aftur.

Jón Ingi og Adda.

Við erum mjög ánægð með ferðina [með Epic í Miðjarðarhafinu haustið 2013], góðar upplýsingar fyrir ferðina og góð fararstjórn. Farastjóri með fastan viðtalstíma daglega, en samt alltaf til staðar eða sjáanlegur á öðrum tímum og duglegur að láta okkur vita hvað var í boði hvern dag og vera með okkur í ferðum í landi.

Öll aðstaða í skipinu frábær. Mjög vel skipulagt þegar við komum í höfn, með rútur til og frá skipinu og vel tekið á móti okkur á bryggjunni þegar við komum úr ferðum. Skemmtidagskrá um borð mjög góð og góður matur.

Takk fyrir okkur,
Bína og Kristmann.

SiglingSæll Skúli.

Þú baðst okkur að senda þér fáein orð um það hvernig okkur hefði fundist í ferðinni með Epic núna um mánaðarmótin ágúst/sept, bæði jákvætt og neikvætt.

Í stuttu máli var ferðin frábær, sannkallað ævintýri. Þar sem við höfðum áður farið í siglingu þá vissum við nokkuð við hverju var að búast, en þessi ferð fór fram úr því sem við höfðum átt von á. Allt í ferðinn gekk mjög vel og stóðst allt sem planað var. Skipið var meiriháttar og framboðið af afþreyingu var þvílíkt að maður hefði alveg verið til í að fara annan hring til að geta komist yfir þó ekki væri nema helming þess sem í boði var.

Og rúsínan í pylsuendanum var síðan farastjórnin, við höfum aldrei áður kynnst svona persónulegri fararstjórn og jók það mjög ánægju okkar og öryggi í ferðinni. Þú sást til þess að maður var alltaf með allt á hreinu hvað stóð til og hvernig manni bar að bera sig að, og þá er ekki nema helmingurinn af farastjórninni nefnd, þar sem hún var svo langt umfram það sem við höfum áður átt að venjast.

Að lokum er bara eitt sem okkur dettur í hug að hafi verið neikvætt við ferðina: henni lauk.

kv.
Siggi Geirs og Steina Ólafs.