Takk fyrir yndislega ferð

Lloret de MarSæll Skúli

Fyrir hönd saumaklúbbsins og fylgifiska vil ég þakka þér kærlega fyrir alveg frábæra ferð [með EPIC um Miðjarðarhafið (í september). Við vorum öll alveg afskaplega ánægð með ferðina í alla staði, þetta fór í raun og veru langt fram úr þeim væntingum sem við gerðum, gott skipulag á öllu varðandi skipafélagið og góð fararstjórn af þinni hálfu.

Það var frábært að hafa þig með okkur, okkur til halds og trausts og þegar við vorum að tala saman um að það væri gott að hitta Skúla núna, þá birtist þú bara, þetta kom oft fyrir. Gönguferðirnar með þér voru mjög góðar og allir gátu verið með í þeim.

Síðan fórum við hópurinn að lokinni siglingunni frá Barcelona til Lloret de Mar í 4 nætur í algjöra afslöppun eftir siglinguna og á þessu líka fína hóteli sem þú pantaðir fyrir okkur og þú reddaðir rútinni fyrir okkur og allt stóðst þetta sem stafur á bók.

Takk kærleg fyrir okkur fyrir yndislega ferð og bestu kveðjur frá okkur í saumaklúbbnum og fylgifiskum.

Karen Emilsdóttir