Frábær fararstjórn

KarabískaÞú baðst okkur um að senda þér póst og láta vita ef eitthvað hefði mátt betur fara. Ég er búin að hugsa þetta heilmikið og verð að segja að allt var til þvílíkrar fyrirmyndar í þessari ferð að ég hef engu við að bæta. Fararstjórn þín var alveg frábær og umhyggja þín fyrir farþegum einstök.

Hafðu það sem best og vonandi förum við fljótlega aftur í ferð með ykkur.

Bestu kveðjur,
Ástbjörg Haraldsdóttir og Hreiðar Einarsson