Skipið full stórt

SiglingSæll Skúli,

bestu þakkir frá okkur fyrir góða ferð sem þú gerðir frábæra, það verður örugglega leitað til þín aftur þegar þessi hópur fer í næstu ferð. Skipið var í sjálfum sér gott en okkur fannst það full stórt, allt fæði óaðfinnanlegt og mikið úrval, við myndum samt frekar kjósa klefa með svölum.

Kær kveðja frá okkur,

Ingunn og Símon