PanamaskurðurSæll Skúli og öll hin

Þetta var önnur ferð okkar með Norwegian Cruise Line í Karabíska, fyrst 2015 svo þessi ferð með JADE í Panamaskurðinn, sú fyrri var mjög, mjög góð en þessi var frábær í alla staði.

Skúli er frábær í sínu starfi . Mátulega léttur, heldur vel tímaáætlun, þægilegur í umgengni og gott að leita til hans. Við munum leita til þeirra aftur næst þegar við hugsum okkur til hreyfings.

TOPP EINKUNN TIL YKKAR.

Bestu kveðjur
Reynir og Margrét

Sæll Skúli.

Við viljum byrja á að þakka þér fyrir frábæra ferð með Norwegian Epic frá Barcelona 10. september síðastliðin.

Við höfðum ákveðið með löngum fyrirvara að fara í siglingu á þessum tíma vegna ákveðinna tímamóta.

Eftir að hafa kynnt okkur nokkra kosti og átt samtal við þig fengum við strax á tilfinninguna að þetta væri ferðin fyrir okkur.

Skemmst er frá því að segja að þetta var ævintýri frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, allt stóðst okkar ýtrustu væntingar, skipið, siglingin og þín frábæra fararstjórn sem var gott skipulag og vinna þín við að upplýsa og leiðbeina fólkinu þínu til að öllum liði vel .

Upplifunin var slík að strax er farið að tala um næstu ferð.

Enn og aftur

Takk fyrir okkur.
Steini og Helga

ÍtalíaÞessi sigling okkar um Ítalíu og Grikkland er sú allra skemmtilegasta sem ég hef farið í. Það var svo gaman að vakna á hverjum morgni á nýjum og spennandi stað. Ég hafði aldrei komið á neinn þessara staða áður en þeir voru virkilega spennandi og áhugaverðir. Ég væri alveg til í að fara annan hring, því nóg átti ég eftir að skoða.

Allt stóðst fullkomlega áætlun frá upphafi til enda. Alltaf var hægt að leita til þín og aldrei neitt mál að finna þig, eða réttara sagt, þú fannst mig alltaf. Meira að segja þegar ég var að villast á skipinu, birtist þú óvænt og vísaðir mér til vegar. Ferðin öll og fararstjórnin hjá þér var til fyrirmyndar og fær toppeinkunn frá mér. Takk Skúli enn og aftur fyrir ógleymanlega ferð og nú bíð ég bara spennt eftir fleiri skemmtisiglingum með þér og NCL í framtíðinni.

Bestu kveðjur,
Bryndís og Eggert

FerðSæll Skúli,

Við Birgir viljum þakka þér fyrir mjög skemmtilega ferð og frábæra farastjórn. Miðjarðarhafs siglingin var mjög skemmtileg og hvað það var gaman að koma til allra þessara borga á Ítalíu og Grikklandi og fara í allar þessar mjög svo áhugaverðu ferðir. Skemmtiskipið Spirit var sérlega glæsilegt og bæði matur og þjónusta til mjög mikilla fyrirmyndar. Allt starfsfólk skipsins var mjög elskulegt og hjálplegt með alla hluti og Skúli fararstjóri alltaf til staðar.

Við erum þegar farin að spá í næstu ferð með umboðsaðila Norwegian Cruise Line árið 2018 en það verður erfitt að velja því það eru margar áhugaverðar ferðir í boði.

Kær kveðja,

Birgir Hlynur Sigurðsson,
Sigríður Helgadóttir

Norwegian SpiritÉg fór í siglingu með farþegaskipinu Spirit í apríl. Siglt var frá Feneyjum og til Ísraels með viðkomu á nokkrum stöðum.

Siglingin var frá 12 apríl til 23 apríl 2017.

Þetta var frábær ferð og fararstjórn með ágætum.

Með kveðju,

Halldór Njálsson

Brynja og GunnarSæll Skúli,

Takk fyrir frábæra ferð um síðast liðna páska, ferð sem lengi mun verða í minnum höfð.

Byrjuðum í Feneyjum og sigldum með Spirit um Miðjarðarhafið, niður til Ísrael og upp aftur til Feneyja, með mörgum skemmtilegum stoppum.

Skúli fararstjóri var algjörlega til fyrirmyndar, allt frá undirbúningi til ferðaloka. Ekki má gleyma frábærum ferðafélögum J.

Við erum strax búin að greiða inn á næstu ferð enda um frábæran ferðamáta að ræða. Búandi á sama hótelinu en vakna í nýju landi nær daglega.

Kveðja
Brynja og Gunnar

Norwegian SpiritOkkur hjónum langar að þakka glæsilega og vel skipulagða ferð um páskana 2017 á Karabískahafið, vel heppnuð ferð í alla staði undir góðri fararstjórn Ingu Bjarkar, ummhyggjusöm og alltaf til staðar fyrir hópinn.

Mælum með svona ferðamáta. Virkilega gaman að ferðast á framandi slóðir með vönu fóki og á glæsilegu skipi.

Rúnar Þór og Rósa Margrét

Norwegian SpiritSæll Skúli

Við hjónin viljum þakka fyrir frábæra siglingu, fararstjórn og þjónustu um borð í Spirit.

Það var ómetanlegt fyrir mig að fá aðstoð næringaráðgjafa vegna míns ofnæmis. Þetta var ferð sem allt var eins og best verður á kosið.

Kær kveðja
Finnbjörn og Oddný Fjóla

Maðurinn minn hafði lengi átt þann draum að fara í siglingu. Í tilefni að 60 afmæli hans var ákveðið að láta drauminn rætast. Við eyddum dágóðum tíma í að leita á netinu að áhugaverðri skemmtisiglingu. Eftir langa leit duttum við niður á ferð sem hentaði okkur vel, bæði tímasetning og verðlagning, það var ferð með umboðsaðila Norwegian Cruise Line [með Getaway um karíbahafið í nóvember].

Við urðum ekki fyrir neinum vonbrigðum, Skúli fararstjóri var einstaklega skýr í sínum leiðbeiningum um hvernig ætti að haga ferðinni og mjög upplýsandi um hvernig best væri að fá sem mest út úr þessari ferð. Hann var alltaf í kallfæri ef maður þurfti að leita til hans fyrir utan viðtalstímann og var öllum hnútum kunnugur.

Siglingin var eitt ævintýri, veðrið dásamlegt og mikið að gera um borð í skipinu og á þessari viku komst maður ekki yfir allt sem hægt var að gera. Einstaklega þægilegt var að engir peningar voru notaðir um borð heldur bara kort sem maður sýndi og ekki hætta á misnotkun.

Við mælum með þessari ferð og erum byrjuð að safna fyrir næstu ferð.

Takk fyrir okkur,

Sigrún og Ingólfur

OrlandoSæll Skúli.

Þakka þér fyrir skemmtilega viðkynningu og frábæra fararstjórn í ferðinni okkar góðu [Með Getaway um karíbahafið í nóvember].

Nú þegar fyrstu hughrif ferðalagsins eru að baki og horft er í baksýnisspegilinn þá er niðurstaðan þessi. Þetta er enn jafn stórkostlegt. Ég hef aldrei verið í jafn afslöppuðu fríi. Að vera með fararstjóra sem sér svona vel um sína er æði. Að skilja við töskurnar við hótelið í Orlando og hitta þær svo aftur fyrir utan káetuna sína er tær snilld. Fyrirkomulag og aðbúnaður á skipinu í alla staði frábær. Mér leið eins og drottningu um stund.

Ég vonast til að við eigum eftir að sigla aftur saman.

Njóttu lífsins.

Gleðilega hátíð

Ingibjörg