Sú allra skemmtilegasta

ÍtalíaÞessi sigling okkar um Ítalíu og Grikkland er sú allra skemmtilegasta sem ég hef farið í. Það var svo gaman að vakna á hverjum morgni á nýjum og spennandi stað. Ég hafði aldrei komið á neinn þessara staða áður en þeir voru virkilega spennandi og áhugaverðir. Ég væri alveg til í að fara annan hring, því nóg átti ég eftir að skoða.

Allt stóðst fullkomlega áætlun frá upphafi til enda. Alltaf var hægt að leita til þín og aldrei neitt mál að finna þig, eða réttara sagt, þú fannst mig alltaf. Meira að segja þegar ég var að villast á skipinu, birtist þú óvænt og vísaðir mér til vegar. Ferðin öll og fararstjórnin hjá þér var til fyrirmyndar og fær toppeinkunn frá mér. Takk Skúli enn og aftur fyrir ógleymanlega ferð og nú bíð ég bara spennt eftir fleiri skemmtisiglingum með þér og NCL í framtíðinni.

Bestu kveðjur,
Bryndís og Eggert