Ævintýri frá fyrstu mínútu

Sæll Skúli.

Við viljum byrja á að þakka þér fyrir frábæra ferð með Norwegian Epic frá Barcelona 10. september síðastliðin.

Við höfðum ákveðið með löngum fyrirvara að fara í siglingu á þessum tíma vegna ákveðinna tímamóta.

Eftir að hafa kynnt okkur nokkra kosti og átt samtal við þig fengum við strax á tilfinninguna að þetta væri ferðin fyrir okkur.

Skemmst er frá því að segja að þetta var ævintýri frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, allt stóðst okkar ýtrustu væntingar, skipið, siglingin og þín frábæra fararstjórn sem var gott skipulag og vinna þín við að upplýsa og leiðbeina fólkinu þínu til að öllum liði vel .

Upplifunin var slík að strax er farið að tala um næstu ferð.

Enn og aftur

Takk fyrir okkur.
Steini og Helga