Frábær ferðamáti

Brynja og GunnarSæll Skúli,

Takk fyrir frábæra ferð um síðast liðna páska, ferð sem lengi mun verða í minnum höfð.

Byrjuðum í Feneyjum og sigldum með Spirit um Miðjarðarhafið, niður til Ísrael og upp aftur til Feneyja, með mörgum skemmtilegum stoppum.

Skúli fararstjóri var algjörlega til fyrirmyndar, allt frá undirbúningi til ferðaloka. Ekki má gleyma frábærum ferðafélögum J.

Við erum strax búin að greiða inn á næstu ferð enda um frábæran ferðamáta að ræða. Búandi á sama hótelinu en vakna í nýju landi nær daglega.

Kveðja
Brynja og Gunnar