Sæll Skúli.

Viđ Ásgeir þökkum þér hjartanlega fyrir góđa og velheppnađa siglingu. [Um Gríska Eyjahafið frá Róm]
Séstaklega þér fyrir góđa ferđaleiđsögn.
Allt var eins og stafur á bók.
Viđ lifum lengi á mynningunum.
Amalfi coast var frábær..Svo okkar ferđ var 100% fulkomin.

Bestu kveđjur til þig međ þakklæti

Ásgeir og Guđrún Helgason

Ævintýra ferðin mín sem var 17. til 28. maí fór fram úr mínum björtustu vonum, frekar kalt en gott veður.    Mílanó
Í upphafi kveið mér fyrir öllum þessum mannfjölda sem gat verið um borð en það var algjör óþarfi.
Allt skipulag allstaðar var stórkostlegt, nóg starfsfólk með góða og skemmtilega framkomu hjá öllum.
Skúli fararstjóri var mjög hjálplegur. Takkfyrir þennan frábæra tíma, sem ég er enn að upplifa i huganum.

Elsa Pétursdóttir

Sæll Skúli.

Langar að senda þér línu eftir ferð okkar með ykkur frá Róm og í Gríska Eyjahafið í endaðan apríl og fram í maí með Norwegian Spirit.
Þetta var í einu orði sagt frábær ferð, skipið flott og viðkomustaðirnir frábærir. Við vorum tíu saman og okkur bar saman um að þetta
hefði verið hreint ævintýri. Þetta var önnur ferðin okkar með ykkur og ekki sú síðasta. Að lokum smáhól til fararstjórans Skúla, þú ert frábær.

Kveðja, Steini og Helga                                                                                                                                                                                                                           

Heil og sæl.

Fór í KaríbaKarabískahafið með ykkur um daginn og á ekki orð til að lýsa hrifningu minni á ferðinni, skipinu og honum Skúla. Ferðin var algjörlega frábær og verð ég smá tíma að koma mér niður á jörðina aftur. Skipulagið var til fyrirmyndar, skipið og allt í kringum það líka. Allt gekk eins og vel smurt tannhjól. Skúli var alltaf til staðar og var boðinn og búinn að aðstoða fólk.  Ég  er í skýjunum!

Sjáumst 2019!

Ásbjörg

Sæll Skúli.

Þökkum frábæra ferð, þar sem þetta var fyrsta ferð okkar á skipi erum við í skýjunum með allt saman.

Allar væntingar sem við gerðum gengu eftir og vonandi eigum við eftir að endurtaka leikinn.

Kv. frá Eyjum

Great StirrupInga Birna og Leifur

Við hjónin vorum mjög ánægð með ferðina (um Karíbahafið í nóvember/desember). Allt stóðst og farastjórn Skúla var til fyrirmyndar. Góður hópur.

Takk fyrir okkur.

Kveðja,Norwegian - Epic Hrafnhildur og Gísli.

Ferðin (í Karíbahafinu í nóvember) var í alla staði frábær, mjög góður farastjóri sem var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Heimsókn til Bob Marley var eftirminnileg, fyrir margt. Þegar heim var komið þá áttuðum við okkur á því að blómavasinn sem við keyptum, reyndist hasspípa. Og heimsókn okkar á Græna froskinn í Mexíkó var alveg ógleymanleg. Skipið og þjónustan um borð var dásamleg.

Jólakveðjur frá okkur til allra sem voru með í ferðinni og ástarþakkir.

Sigrún og Daníel.

Við hjónin skelltum okkur í brúðkaupsferð fyrir rétt um ári síðan.  Fyrir valinu varð sigling í Karíbahafinu á vegum umboðsaðila Norwegian Cruise Line.  Núna ári síðar erum við enn í skýjunum með ferðina.  Fararstjórn Skúla var nákvæmlega eins og við hefðum best getað hugsað okkur og allar upplýsingar sem við fengum um ferðina í bókunarferlinu stóðu eins og stafur á bók.  Við mælum eindregið með því að velja að ferðast með þessari ferðaskrifstofu og eigum vafalítið eftir að fara í aðra siglingu, vonandi fyrr en seinna.

Sigling

Takk fyrir okkur Skúli.

Örvar og Sandra

Seyðisfirði

Sæll Skúli.

Okkur hjónum langar að þakka fyrir siglinguna [með Spirit frá Róm um Adríahafið og víðar]. Undirbúningur fyrir ferðina var að mínu áliti til fyrirmyndar, siglingin var frábær og staðirnir sem við komum á fjölbreyttir og  skoðunarferðir mjög góðar og fræðandi. Mig langar sérstaklega að þakka fyrir mig. Að lokum vil ég segja að ekki gat ég fundið neitt að ferðinni. Í alla staði frábær.

Kveðja og vonandi sjáumst við aftur.

Trev í Róm Óskar og Jara.

Ferðin [frá Róm um Adríahafið og víðar] var hin ánægjulegasta og fararstjórinn óaðfinnanlegur í alla staði, vakinn og sofinn yfir því að farþegarnir væru glaðir og öruggir.

Það var aðeins tvennt sem mér fannst að betur hefði mátt fara. Wifi-ið um borð var mjög hægvirkt og MJÖG dýrt. Frítt Wifi ætti að vera sjálfsagður hlutur árið 2018.

Og heimferðin frá Róm var býsna þreytandi. Eftir svefnlausa nótt (lagt var af stað frá Róm kl. 3:30) tók við 16 tíma ferðalag, þar af 5 tíma bið á flugvellinum í Amsterdam. Með tilliti til þess að meirihluti Róm Colosseumhópsins var kominn af léttasta skeiði og ferðalúinn eftir 16 daga ferðalag, hefði verið heppilegra að haga heimferðinni öðruvísi, t.d. með flugi frá Róm um miðjan dag og kvöldflugi heim frá Kaupmannahöfn. Þó það hefði orðið eitthvað dýrarara hefðum við greitt þann mismun með glöðu geði fyrir þægilegri ferðamáta.

Besta kveðja

Sigurborg Hilmarsdóttir