Norwegian GetawaySæll Skúli og takk fyrir síðast.

Páska siglingin í Karabíska var öll frá upphafi til enda frábær bæði á sjó og landi. Skipið nánast nýtt með öllu sem til þarf og miklu meira en það. Maturinn var alveg frábær, svo maður tali nú ekki um starfsfólkið sem var að okkar mati sérstaklega liðlegt.

Punkturinn yfir iið var svo fararstjórinn sjálfur hann Skúli sem var svo sannarlega í vinnunni. Hann passaði vel upp á sína og sá til þess að fríið yrði sem ánægjulegast og áhyggjulaust.

Sitjum hér með frosið brosið í snjónum fyrir norðan og látum okkur dreyma um suðræna slóð.

Takk kærlega fyrir okkur.

Jónas og Sigga

MílanóSæll Skúli,

Við hjónin viljum þakka þér fyrir flotta fararstjórn og undirbúning í ferðinni með Jade um Eyjahafið. Ferðin var mjög skemmtileg og gaman að koma á alla staðina. Skipið er flott og þjónustan mjög góð. Gaman var að kynnast aðeins öllum skemmilegu ferðafélögunum. Við getum hiklaust mælt með umboðsaðila Norwegian Cruise Line og fararstjóra.

Bestu kveðjur,
Hólmfríður og Björn

Ps. Það hefði mögulega verið þægilegra að ferðast að degi til Feneyja og heim frá Mílanó, en kannski erfitt að koma því við.

GetawayHeill og sæll Skúli og takk fyrir góða og þétta ferð.

Við hjónin vorum svo lánsöm að ferðast með Norwegian Getaway um síðastliðna páska á vegum umboðsaðila Norwegian Cruise Line. Segja verður, að ferðin stóðst allar okkar væntingar og gott betur. Allt skipulag og fararstjórn stóð eins og stafur á bók og ber að þakka það sérstaklega.

Skipið var allt hið glæsilegasta með frábærri aðstöðu, veitingastöðum og rúmgóðum svalaklefum. Athygli okkar um borð, vakti mikið hreinlæti og ákafi starfsmanna að láta gestum líða sem best, hvar sem farið var um skipið.

Skúli farastjóri stóð vaktina af stakri prýði og var eins og fararstjórar eiga að vera, rólegur, skipulagður, traustur og úrræðagóður og ávallt til staðar. Það ber að þakka. Við hjónin gefum því páskaferð ferðaskrifstofunnar með Getaway, okkar bestu meðmæli.

Þetta var sannarlega draumaferð með miklum lúxus.

Stefán Hrafn og Ása Hrönn, Grafarvogi í Reykjavík

Bob Marley - JamaikaSæll Skúli og TAKK FYRIR SÍÐAST!

Við fórum með umboðsaðila Norwegian Cruise Line í siglingu um Karabíska hafið um síðustu páska. (2016).

Þetta var okkar fyrsta sigling. Ferðin var í alla staði dásamleg og stóð svo sannarlega undir væntingum. Hótelið í Orlando er gott og frábærlega staðsett og skipið maður – SKIPIÐ! Þar vorum við svo sannarlega á 5 stjörnu fljótandi hóteli. Klefinn passleg stór og vel útbúinn og ekki skemmdu svalirnar. Allur matur mjög góður og hægt að borða hreinlega allan sólarhringinn. Hreinlætið um borð til algjörrar fyrirmyndar. Virkilega fært tónlistarfólk og skemmtikraftar. Hægt að velja á milli staða um allt skip hvort sem maður vildi rólegheit eða stuð. Dagskrá allan daginn ef maður vildi ekki liggja í sólbaði og lesa bók. Góðar upplýsingar um allt skip um það hvað væri um að vera. Börn og unglingar höfðu í nógu að snúast. Starfsfólk skipsins stendur þó upp úr sem yfirmáta glaðlegt, vinalegt og hjálpsamt. Yfirmenn voru sýnilegir og andinn í skipinu var eitthvað svo samheldinn og góður. Það eina sem við sáum neikvætt var spilavítið sem er stórt.

Við fórum í eina skipulagða ferð. Það var á Jamaica. Þar fórum við í Bob Marley ferð í gamalli rútu. Það var upplifun sem við hefðum aldrei viljað missa af.

Skúli Unnar Sveinsson var fararstjóri í þessari ferð. Maðurinn er hreint út sagt dásamlegur. Hann var í tölvupóstsambandi frá því um áramót og þar til við fórum út. Við vorum því gríðarlega vel undirbúin og ekkert kom á óvart. Þegar út kom fengum við áframhaldandi góðar upplýsingar um það sem var á döfinni og einhvernvegin var eins og maðurinn gæti “klónað sig” því hann var alltaf til staðar.

Við hikum ekki við að mæla með þessari ferð og þessu skipi – en við mundum fara hvert sem er með Skúla!

Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson

FerðVið hjónakornin viljum þakka þér kærlega fyrir frábæra fararstjórn í ferðinni um Karabíska hafið með Getaway um páskana 2016.

Ferðin var í alla staði frábærlega skipulögð og allt stóðst sem stafur á bók. Þú ert í senn yfirvegaður og afar þægilegur fararstjóri með auga fyrir öllum þáttum þíns starfs.

Frábært að leita til þín, hvenær sólarhrings sem farþegar þurfa sem eykur öryggi ferðarinnar.

Hlökkum til að fara aftur með ykkur undir þinni stjórn.

Kær kveðja, Hreinn og Kolbrún

FerðVið hjónin höfum farið í margar utanlandsferðir með fararstjórum. Þeir hafa verið misjafnir eins og gengur. Allt frá því að skipta sér lítið af farþegunum upp í það að vera stöðugt að fræða fólk og segja frá.

Við höfum að vísu ekki farið í siglingu á skemmtiferðaskipi fyrr þannig að þessi ferð til 10 borga við Miðjarðarhafið var töluverð lífsreynsla fyrir okkur.

Varðandi fararstjórn Skúla þá var hún frábær. Hann undirbjó okkur mjög vel fyrir ferðina, minnti okkur á það sem við þurftum að gera í tæka tíð. Hann var vakandi og sofandi yfir velferð okka allan tímann í ferðinni og passaði sig á því að gera ekki of lítið og ekki of mikið með okkur þannig að hann var mjög þægilegur. Þetta er ábyggilega vandrataður meðalvegur svo að öllum líki. Hann var alltaf stundvís og aflaði sér allra upplýsinga sem hægt var um ferðina og þá staði sem við komum á og var góður leiðsögumaður um þær mörgu fögru borgir sem við heimsóttum í ferðinni.

Takk fyrir frábæra ferð og líka skemmtilegt samferðafólk sem við þekktum ekkert fyrir ferðina.

Kristín og Ómar

KanaríSæll Skúli og takk fyrir síðast.

Við viljum þakka þér fyrir frábæra ferð og góða fararstjórn, þessi ferð er sú besta sem við höfum farið í á undanförnum árum,

með bestu hveðju

Hrafnhildur og Gísli

SiglingSæll Skúli,

bestu þakkir frá okkur fyrir góða ferð sem þú gerðir frábæra, það verður örugglega leitað til þín aftur þegar þessi hópur fer í næstu ferð. Skipið var í sjálfum sér gott en okkur fannst það full stórt, allt fæði óaðfinnanlegt og mikið úrval, við myndum samt frekar kjósa klefa með svölum.

Kær kveðja frá okkur,

Ingunn og Símon

Norwegian - EpicSæll Skúli

Takk fyrir síðast á ferð okkar um Miðjarðarhafið.

Við viljum þakka fyrir frábæra ferð og góða fararstjórn.

Allt stóðst sem stafur á bók

Kveðja Helga og Sigurður

Lloret de MarSæll Skúli

Fyrir hönd saumaklúbbsins og fylgifiska vil ég þakka þér kærlega fyrir alveg frábæra ferð [með EPIC um Miðjarðarhafið (í september). Við vorum öll alveg afskaplega ánægð með ferðina í alla staði, þetta fór í raun og veru langt fram úr þeim væntingum sem við gerðum, gott skipulag á öllu varðandi skipafélagið og góð fararstjórn af þinni hálfu.

Það var frábært að hafa þig með okkur, okkur til halds og trausts og þegar við vorum að tala saman um að það væri gott að hitta Skúla núna, þá birtist þú bara, þetta kom oft fyrir. Gönguferðirnar með þér voru mjög góðar og allir gátu verið með í þeim.

Síðan fórum við hópurinn að lokinni siglingunni frá Barcelona til Lloret de Mar í 4 nætur í algjöra afslöppun eftir siglinguna og á þessu líka fína hóteli sem þú pantaðir fyrir okkur og þú reddaðir rútinni fyrir okkur og allt stóðst þetta sem stafur á bók.

Takk kærleg fyrir okkur fyrir yndislega ferð og bestu kveðjur frá okkur í saumaklúbbnum og fylgifiskum.

Karen Emilsdóttir