Eitt ævintýri

Maðurinn minn hafði lengi átt þann draum að fara í siglingu. Í tilefni að 60 afmæli hans var ákveðið að láta drauminn rætast. Við eyddum dágóðum tíma í að leita á netinu að áhugaverðri skemmtisiglingu. Eftir langa leit duttum við niður á ferð sem hentaði okkur vel, bæði tímasetning og verðlagning, það var ferð með umboðsaðila Norwegian Cruise Line [með Getaway um karíbahafið í nóvember].

Við urðum ekki fyrir neinum vonbrigðum, Skúli fararstjóri var einstaklega skýr í sínum leiðbeiningum um hvernig ætti að haga ferðinni og mjög upplýsandi um hvernig best væri að fá sem mest út úr þessari ferð. Hann var alltaf í kallfæri ef maður þurfti að leita til hans fyrir utan viðtalstímann og var öllum hnútum kunnugur.

Siglingin var eitt ævintýri, veðrið dásamlegt og mikið að gera um borð í skipinu og á þessari viku komst maður ekki yfir allt sem hægt var að gera. Einstaklega þægilegt var að engir peningar voru notaðir um borð heldur bara kort sem maður sýndi og ekki hætta á misnotkun.

Við mælum með þessari ferð og erum byrjuð að safna fyrir næstu ferð.

Takk fyrir okkur,

Sigrún og Ingólfur