Við hjónakornin viljum þakka þér kærlega fyrir frábæra fararstjórn í ferðinni um Karabíska hafið með Getaway um páskana 2016.
Ferðin var í alla staði frábærlega skipulögð og allt stóðst sem stafur á bók. Þú ert í senn yfirvegaður og afar þægilegur fararstjóri með auga fyrir öllum þáttum þíns starfs.
Frábært að leita til þín, hvenær sólarhrings sem farþegar þurfa sem eykur öryggi ferðarinnar.
Hlökkum til að fara aftur með ykkur undir þinni stjórn.
Kær kveðja, Hreinn og Kolbrún