Við hjónin völdum að fara í skemmtisiglingu um jólin í brúðkaupsferðinni okkar og sáum auglýsta ferð hjá umboðsaðila Norwegian Cruise Line og sjáum ekki eftir því. Flórída hótel

Við flugum út til Orlando og gistum í 2 nætur á Florida Mall hótelinu og fórum svo með rútu um borð í Norwegian DAWN, stórglæsilegt skip sem stóðst allar væntinar og langt umfram það. Siglingin var 7 nætur frá 22-29 des.

Þar var allt svo jólalegt og hátíðlegt og frábært hvað þjónustan og hreinlætið er mikið um borð. Það var endalaust hægt að finna fjölbreytta afþreyingu og upplifun um borð, að fara í sunset Yoga er upplifun sem maður fær ekki hvar sem er.

Við komum í land á 4 stöðum í Mexico, sem var mjög gaman að koma í og sjá mannlífið þar. Þar er líka margt í boði sem spennandi er að skoða en við ákváðum að fara að synda með höfrungunum í Cosmuel, það var æði.

Eftir að við komum í land gistum við á hótelinu aftur í 5 nætur.  Við kynntumst frábærum hóp af íslendingum sem voru með okkur í ferðinni,okkur finnst það alveg standa uppúr að vera með öðrum íslendingum í ferðinni og ég tala nú ekki um að vera með svona æðislegan farastjóra.

Marta Magdalena passaði svo vel uppá allt og var algjört yndi alla ferðina. Við gátum alltaf leitað til hennar ef við þurftum sem okkur fannst mikið öryggi í.

Við munum klárlega nýta okkur þessar ferðir aftur, takk kærlega fyrir okkur.

Helena og Ólafur

Ég er sjóveik með endemum og ég þoldi ekki skemmtiferðarskip var nánast með fordóma gagnvart þessum ferðamáta. En þar sem við hjónin urðum sextíu ára með 13 mánaðar millibili ákvað ég að láta undan manninum Cozumelmínum og fara í eina svona ferð fyrir hann. Ég hef nefnilega alltaf svolítið stjórnað hvert og hvernig er ferðast.

Við vorum búin að skoða allskonar skip og skipafélög og vorum að huga að því að fara að panta ferð og fara á eigin vegum, þegar auglýsing birtist í Fréttablaðinu um ferð í Karabískahafið með umboðsaðila Norwegian Cruise Line. Já já fyrst ég var nú búin að samþykkja að fara  þá var alveg eins gott að fara með ferðaskrifstofu. Það er sko ekki það sem við erum vön að gera.

Til að gera langa sögu stutta var þessi ferð sem skipulögð var fyrir 14 daga af áðurnefndri ferðaskrifstofu með hina pólsku íslensku talandi Mörtu Magdalenu sem farastjóra algerlega ógleymanleg. Ég er búin að éta hatt minn og tek ofan fyrir þessari afþreyingu á hafi sem skemmtiferðarskip eru. Algerlega meiri háttar afslöppun og nóg að hafast við þar sem endalaust er boðið upp á allskyns viðburði og námskeið. Átti bara ekki orð yfir öllu sem í boði var og komst ekki yfir að njóta alls sem mig langaði. Matur og drykkir voru innifaldir þannig að það var eini höfuðverkurinn að komast yfir að smakka á öllu sem er vita vonlaust. En allt það sem ég bragðaði og drakk var til fyrirmyndar. Ég varð ekki sjóveik svolítið hissa yfir því.

Ég vil þakka ferðaskrifstofunni fyrir vel skipulagða ferð sem stóðst allar væntingar. Mörtu Magdalenu þakka ég fyrir frábæra þjónustulund og frumkvæði í að drífa okkur hópinn í allskonar ferðir sem hún skipulagði og þjappaði hópnum saman. Ferðafélagarnir voru dásemdin ein. Takk fyrir mig þetta var algelega frábært og mikil upplifun. Það má alveg koma fram að mér finnst ég hafa fengið mikið fyrir peninginn. Takk

Kveðja

Guðfinna Guðmundsdóttir

Fórum í gríska eyjahafið í október með Skúla á Spirit, ógleymanleg ferð.    Trev í Róm

Gistum þrjár nætur í Feneyjum og kynntumst þar ferðafélögum okkar sem

var einstaklega góður hópur.

Síðan var siglt af stað með viðkomu á frábærum stöðum með frábærum

fararstjóra, honum Skúla sem alltaf er til staðar.

Áttum að lokum 3 nætur í hinni töfrandi Rómarborg.

Þetta er fimmta siglingin okkar með Skúla og það hlýtur að segja sitt.

Takk kærlega fyrir okkur, við eigum eftir að fara aftur.

 

Maggi og Gyða.

Þetta var ógleymanleg sigling í gríska Eyjahafið [í október] sem hófst með þriggja daga dvöl í Feneyjum og endaði í Róm.  Feneyjar á Ítalíu - Venice bridge

Farkosturinn Spirit hafði allt til að bera sem hugsast getur í slíka ferð, öll aðstaða og afþreying til fyrirmyndar.

Gönguferðirnar með Skúla í hverri höfn voru mjög fróðlegar og áhugaverðar. Hér var vanur maður á ferð, vel skipulagður
og þekkti greinilega vel til staðhátta og einstaklega úrræðagóður.

Þetta var þriðja ferðin okkar með Skúla og sú best heppnaða að okkar mati hvað varðar ferðafélaga,einstaklega samhentur hópur
sem skemmti sér frábærlega vel.

Kveðja, Valgeir og Jóhanna

“Ferðin um Adríahaf, Eyjahaf og Miðjarðarhaf var einstök.  Við höfðum til þessa aldrei prófað þennan ferðamáta

sem reyndist vera einhver sá besti.

Farið milli ótal staða án þess að þurfa að pakka niður í töskur og taka upp úr þeim aftur á áfangastöðum.

Fararstjórinin einkenndist af fagmennsku og þekkingu á staðháttum.   Vel haldið utan um hópinn og passað

upp á að allir nytu þess sem í boði var á hverjum stað.

Ég mæli með svona ferð og vona að þeir sem í slíka ferð fara fái Skúla sem fararstjóra.”

Kveðja

Árni

Sæll elskanlegur Skúli.

Ég læt loks verða af að skrifa þér og gera grein fyrir atkvæði mínu.
Í fyrsta lagi langar okkur Svönu að þakka þér fyrir þína ágætu item notalegu fararstjórn.
Epic er stórt skip og þar var margmennt auðvitað. Siglingin var notaleg og þægileg.
Auðvitað hefðum við viljað staldra lengur við í Pompei og Róm en skiljanlega þarf sérferðir á slíka staði.
Matur yfirleitt afar vandaður og góður. Morgunverður einnig en oft var ekki pláss fyrir mann í “garðinum ”
og þá snæddum við úti.
Og það er í raun eina umhvörtunarefnið vegna þess að oft var þvílíkur hávaði í gangi og mikið dansað á
dekki eins og segir í kvæðinu.
En mikið skelfing var oft gaman og sérdeilis er við fengum að bítlameð Epic-Bítlunum. Aldeilis dásamlegt.
Og ekki var ónýtt að horfa og hlýða á hana Grétu Salóme.
En við verðum að hrósa starfsfólki og “krúinu” öllu því þjónustan um borð var frábær og ekki síst klefaþjónustan.
Káetan var fín og frábært að vera með svalir.
Í stuttu máli ; við þökkum fyrir alveg dásamlega ferð minn kæri Skúli og gangi þér allt í haginn.

Bestu kv.

Hannes og Svana

Sæll Skúli.

Viđ Ásgeir þökkum þér hjartanlega fyrir góđa og velheppnađa siglingu. [Um Gríska Eyjahafið frá Róm]
Séstaklega þér fyrir góđa ferđaleiđsögn.
Allt var eins og stafur á bók.
Viđ lifum lengi á mynningunum.
Amalfi coast var frábær..Svo okkar ferđ var 100% fulkomin.

Bestu kveđjur til þig međ þakklæti

Ásgeir og Guđrún Helgason

Ævintýra ferðin mín sem var 17. til 28. maí fór fram úr mínum björtustu vonum, frekar kalt en gott veður.    Mílanó
Í upphafi kveið mér fyrir öllum þessum mannfjölda sem gat verið um borð en það var algjör óþarfi.
Allt skipulag allstaðar var stórkostlegt, nóg starfsfólk með góða og skemmtilega framkomu hjá öllum.
Skúli fararstjóri var mjög hjálplegur. Takkfyrir þennan frábæra tíma, sem ég er enn að upplifa i huganum.

Elsa Pétursdóttir

Sæll Skúli.

Langar að senda þér línu eftir ferð okkar með ykkur frá Róm og í Gríska Eyjahafið í endaðan apríl og fram í maí með Norwegian Spirit.
Þetta var í einu orði sagt frábær ferð, skipið flott og viðkomustaðirnir frábærir. Við vorum tíu saman og okkur bar saman um að þetta
hefði verið hreint ævintýri. Þetta var önnur ferðin okkar með ykkur og ekki sú síðasta. Að lokum smáhól til fararstjórans Skúla, þú ert frábær.

Kveðja, Steini og Helga                                                                                                                                                                                                                           

Heil og sæl.

Fór í KaríbaKarabískahafið með ykkur um daginn og á ekki orð til að lýsa hrifningu minni á ferðinni, skipinu og honum Skúla. Ferðin var algjörlega frábær og verð ég smá tíma að koma mér niður á jörðina aftur. Skipulagið var til fyrirmyndar, skipið og allt í kringum það líka. Allt gekk eins og vel smurt tannhjól. Skúli var alltaf til staðar og var boðinn og búinn að aðstoða fólk.  Ég  er í skýjunum!

Sjáumst 2019!

Ásbjörg