Við hjónin völdum að fara í skemmtisiglingu um jólin í brúðkaupsferðinni okkar og sáum auglýsta ferð hjá umboðsaðila Norwegian Cruise Line og sjáum ekki eftir því. 
Við flugum út til Orlando og gistum í 2 nætur á Florida Mall hótelinu og fórum svo með rútu um borð í Norwegian DAWN, stórglæsilegt skip sem stóðst allar væntinar og langt umfram það. Siglingin var 7 nætur frá 22-29 des.
Þar var allt svo jólalegt og hátíðlegt og frábært hvað þjónustan og hreinlætið er mikið um borð. Það var endalaust hægt að finna fjölbreytta afþreyingu og upplifun um borð, að fara í sunset Yoga er upplifun sem maður fær ekki hvar sem er.
Við komum í land á 4 stöðum í Mexico, sem var mjög gaman að koma í og sjá mannlífið þar. Þar er líka margt í boði sem spennandi er að skoða en við ákváðum að fara að synda með höfrungunum í Cosmuel, það var æði.
Eftir að við komum í land gistum við á hótelinu aftur í 5 nætur. Við kynntumst frábærum hóp af íslendingum sem voru með okkur í ferðinni,okkur finnst það alveg standa uppúr að vera með öðrum íslendingum í ferðinni og ég tala nú ekki um að vera með svona æðislegan farastjóra.
Marta Magdalena passaði svo vel uppá allt og var algjört yndi alla ferðina. Við gátum alltaf leitað til hennar ef við þurftum sem okkur fannst mikið öryggi í.
Við munum klárlega nýta okkur þessar ferðir aftur, takk kærlega fyrir okkur.
Helena og Ólafur

mínum og fara í eina svona ferð fyrir hann. Ég hef nefnilega alltaf svolítið stjórnað hvert og hvernig er ferðast.





hafið með ykkur um daginn og á ekki orð til að lýsa hrifningu minni á ferðinni, skipinu og honum Skúla. Ferðin var algjörlega frábær og verð ég smá tíma að koma mér niður á jörðina aftur. Skipulagið var til fyrirmyndar, skipið og allt í kringum það líka. Allt gekk eins og vel smurt tannhjól. Skúli var alltaf til staðar og var boðinn og búinn að aðstoða fólk. Ég er í skýjunum!