Notalegt og þægilegt

Sæll elskanlegur Skúli.

Ég læt loks verða af að skrifa þér og gera grein fyrir atkvæði mínu.
Í fyrsta lagi langar okkur Svönu að þakka þér fyrir þína ágætu item notalegu fararstjórn.
Epic er stórt skip og þar var margmennt auðvitað. Siglingin var notaleg og þægileg.
Auðvitað hefðum við viljað staldra lengur við í Pompei og Róm en skiljanlega þarf sérferðir á slíka staði.
Matur yfirleitt afar vandaður og góður. Morgunverður einnig en oft var ekki pláss fyrir mann í “garðinum ”
og þá snæddum við úti.
Og það er í raun eina umhvörtunarefnið vegna þess að oft var þvílíkur hávaði í gangi og mikið dansað á
dekki eins og segir í kvæðinu.
En mikið skelfing var oft gaman og sérdeilis er við fengum að bítlameð Epic-Bítlunum. Aldeilis dásamlegt.
Og ekki var ónýtt að horfa og hlýða á hana Grétu Salóme.
En við verðum að hrósa starfsfólki og “krúinu” öllu því þjónustan um borð var frábær og ekki síst klefaþjónustan.
Káetan var fín og frábært að vera með svalir.
Í stuttu máli ; við þökkum fyrir alveg dásamlega ferð minn kæri Skúli og gangi þér allt í haginn.

Bestu kv.

Hannes og Svana