Einstök ferð

“Ferðin um Adríahaf, Eyjahaf og Miðjarðarhaf var einstök.  Við höfðum til þessa aldrei prófað þennan ferðamáta

sem reyndist vera einhver sá besti.

Farið milli ótal staða án þess að þurfa að pakka niður í töskur og taka upp úr þeim aftur á áfangastöðum.

Fararstjórinin einkenndist af fagmennsku og þekkingu á staðháttum.   Vel haldið utan um hópinn og passað

upp á að allir nytu þess sem í boði var á hverjum stað.

Ég mæli með svona ferð og vona að þeir sem í slíka ferð fara fái Skúla sem fararstjóra.”

Kveðja

Árni