KarabískaVið hjónin erum mjög ánægð með ferðina í nóv. Hún var bara alveg æðisleg, það var vel staðið að undirbúningi og öðru í kringum hana. Ég verð að hrósa fararstjóranum fyrir þá hugulsemi sem hann sýndi fólkinu með því að vera vakandi yfir því að líta í borðsalinn á morgnana og bjóða góðan daginn alla daga og ath. hvort allt væri í lagi og vil ég þakka fyrir atstoðina þegar taskan barst ekki og allt fór vel.

Haldið áfram að vaxa og dafna.

Sigmundur og Sigrún

KarabískaTakk fyrir okkur. Við erum mjög ánægð með ferðina í Karabíska hafið og að okkar mati fengum við skemmtun fyrir allan peninginn. Hótelið í Orlando mjög gott og vel staðsett, skipið mjög gott og góður matur um borð, afþreying allan daginn og fram á nætur ef fólk hefur áhuga fyrir því. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fararstjórinn mjög þægilegur og hjálplegur við farþega. Sem sagt að okkar mati mjög góð ferð sem við sjáum alls ekki eftir að hafa farið í.

Kveðja,
Heba og Jón

Norwegian JadeVið félagar í Mokveiðifélaginu fórum með Norrænu Ferðaskrifstofunni í siglingu til Egyptalands í okt. 2011. Þetta var tíu daga sigling, siglt frá Ítalíu til Grikklands, Tyrklands og Egyptalands. Siglt var með Norwegian Jade og var þetta í alla staði frábær ferð, matur og þjónusta um borð er frábær við og áttum þarna úrvals frí með eiginkonum okkar. Skemmtisigling er engu lík.

Fh. Mokveiðifélagsins

Árni Halldórsson formaður

Norwegian JadeVið hjónin sigldum með Jade. Þetta var mikil ævintýrasigling um mjög spennandi svæði og margt að skoða og upplifa. Þjónusta og viðurgjörningur um borð var alveg fyrsta flokks.

Vilhjálmur Grétar Pálsson

Sparisjóðstjóri