Epic í Miðjarðarhafinu

Við erum mjög ánægð með ferðina [með Epic í Miðjarðarhafinu haustið 2013], góðar upplýsingar fyrir ferðina og góð fararstjórn. Farastjóri með fastan viðtalstíma daglega, en samt alltaf til staðar eða sjáanlegur á öðrum tímum og duglegur að láta okkur vita hvað var í boði hvern dag og vera með okkur í ferðum í landi.

Öll aðstaða í skipinu frábær. Mjög vel skipulagt þegar við komum í höfn, með rútur til og frá skipinu og vel tekið á móti okkur á bryggjunni þegar við komum úr ferðum. Skemmtidagskrá um borð mjög góð og góður matur.

Takk fyrir okkur,
Bína og Kristmann.