Frábær ferð í Karabíska

Viljum nota þetta tækifæri til að senda ykkur þakkir og þá sérstaklega frábærum fararstjóra okkar honum Skúla Unnari fyrir mjög góða ferð í alla staði. Við höfum ferðast mikið á liðnum árum með hinum ýmsu ferðaskrifstofum og verðum að segja að betri fararstjórn en frá Skúla Unnari höfum við ekki orðið vitni að, alveg frá því í Leifstöð við brottför og þar til við heimför frá Orlando var Skúli Unnar allsstaðar sjáanlegur og boðinn og búinn til aðstoðar okkur farþegunum. Allt fyrirkomuleg hvort sem var inntékkun á Hótelið eða í Norwegian Pearl gekk sérlega vel fyrir sig sem ég tel vera vegna skipulagningar farastjórans.

Á sömu nótum var öll upplýsingjagjöf í aðdraganda ferðar til fyrirmyndar og hefur maður ekki kynnst svo góðri ferðaþjónustu í okkar fyrri ferðum. Þetta var okkar fyrsta lengri sigling og hikum við ekki við að mæla með kaupum frá ferðaskrifstofunni við vini okkar og fjöldkyldur, reynsla okkar var það góð, það sem réði því að við völdum þessa siglingu voru áhugaverðir áfangastaðir og svo tiltölulega hagstætt verð sem samkvæmt ofansögðu sveik ekki. Við fórum í þrjár skoðunarferðir og stóð Bob Marley ferðin á Jamæka uppúr og verður sérlega minnisstæð.

Skúli Unnar lagði að okkur að við mundum láta vita hvað mætti betur fara varðandi ferðina þegar heim væri komið, vorum við að grínast með að Buffetin þyrftu að vera nær klefunum, og þyrfti að lengja aðeinsí sólarhringnum (segir þetta ekki margt um ferðina). Ég bókaði fyrirfram á vef skipafélagsins tvær lengri skoðanaferðir og svo tvo veitingastaði með dúkagjaldi (þetta hefði ekki þurft að gerast, ekki óhagstæðara að gera þetta bara um borð í Usd heldur enn að greiða fyrirfram í óhagstæðum Evrum sem var of lágt reiknuð sem viðmið á Usd).

Um borð var Skúli Unnar allstaðar sjáanlegur okkur farþegunum og sendi okkur bréf “HVAR ER SKÚLII” okkur til upplýsinga en hefði heldur átt að senda miðað við hans þjónustu “HVAR
ER SKÚLI EKKI” . Niðurstaða okkar er eftir þessa ferð að hún tókst í alla staði sérlega vel og sendum við okkar bestu þakkir til ferðaskrifstofunnar og þá sérstaklega Skúla Unnars.

Okkar bestu kveðjur.
Magga og Guðmundur.