Skemmtun fyrir allan peninginn

KarabískaTakk fyrir okkur. Við erum mjög ánægð með ferðina í Karabíska hafið og að okkar mati fengum við skemmtun fyrir allan peninginn. Hótelið í Orlando mjög gott og vel staðsett, skipið mjög gott og góður matur um borð, afþreying allan daginn og fram á nætur ef fólk hefur áhuga fyrir því. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fararstjórinn mjög þægilegur og hjálplegur við farþega. Sem sagt að okkar mati mjög góð ferð sem við sjáum alls ekki eftir að hafa farið í.

Kveðja,
Heba og Jón