Ingi Garðar Magnússon laumaði nokkrum vísum að fararstjóra í ferð með Star um Eystrasaltið í maí.
Með Skúla og öðrum skemmti ég mér
með skipi á Eystrasalti.
Dýrðlega svo drekk ég hér
dós af köldu malti.
Á Eystrasalti í sumri og sól,
í sundlauginni er gaman.
Þar skemmtunina Skúla fól
og skemmtum okkur saman.
Í Helsinki settist hópurinn niður og fékk sér hressinug eftir að hafa skoðað hina stórkostlegu steinkirkju. Þá kom þessi:
Finnski bjórinn finnst mér hér
flott af öðrum bera.
Dýrðlega hann drukkinn er
og drjúgur skal hann vera.
Breyta varð silgingarleiðinni og ekki komið við í Stokkhólmi þar sem of mikill vindur var þannig að jafn stjór skip og Star fengu ekki að sigla þar inn. Þá orti Ingi:
Í Stokkhólmi ei stansað var
stór of þótti báran.
Líka ei sáum lífið þar,
það ljúft mig gerði sáran.
Framhjá Svíþjóð sigldum við
svo var úfinn sjórinn.
Glaðlega að góðum sið
glöð við drukkum bjórinn.
Eins og oft vill verða í svona ferðum bætir fólk aðeins á sig enda mikill og góður matur alla daga. Ingi hafði þetta að segja um það:
Sólin skín og báran blá
býsna langt er strikið.
Ljúlflega það loks ég sá
að ljótt er á mér spikið.