Við hjónin fórum 17. nóv til 29. nóv þessa frábæru ferð með Norwegian Jade Frá Miami þar sem Panamaskurðurinn var heimsóttur ásamt mörgum öðrum frábærum stöðum.
Panamaskurðurinn er ótrúlegt mannvirki og lætur hugan reika að hann sé orðið rúmlega 100 ára og kostaði 30-40 þúsund mans lífið og sé en í dag að þjóna okkur mjög vel. Svo er nútíminn með nýja skurðinum sem tekur öll stærstu skip í dag.
Af öðrum stöðum skal nefna Harvest Cay einkaeyju NCL sem er allger paradís, sem hefði verið gaman að stoppa lengur á. Skipið og allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið þar er allt óþvingað og afslappað og áhöfninn kappkostar að láta öllum líða vel, stanslaust prógramm allan daginn svo engum þarf að leiðast.
Við höfum farið áður með þessu skipi og Skúla farastjóra, allt stendur sem sagt er og Skúli sér vel um sitt fólk og passar að allt sé eins og það á að vera. Takk fyrir Skúli og takk fyrir ferðafélagar. Við sjáumst aftur hjá NCL.
Kv.
Maron og Halldóra.