Þetta var ógleymanleg sigling í gríska Eyjahafið [í október] sem hófst með þriggja daga dvöl í Feneyjum og endaði í Róm.
Farkosturinn Spirit hafði allt til að bera sem hugsast getur í slíka ferð, öll aðstaða og afþreying til fyrirmyndar.
Gönguferðirnar með Skúla í hverri höfn voru mjög fróðlegar og áhugaverðar. Hér var vanur maður á ferð, vel skipulagður
og þekkti greinilega vel til staðhátta og einstaklega úrræðagóður.
Þetta var þriðja ferðin okkar með Skúla og sú best heppnaða að okkar mati hvað varðar ferðafélaga,einstaklega samhentur hópur
sem skemmti sér frábærlega vel.
Kveðja, Valgeir og Jóhanna