Róm og Gríska eyjahafið 4. – 18. október.
Flogið til Rómar með Icelandair og lent þar um miðjan dag. Gistum í tvær nætur í Róm og förum síðan í 11 nátta siglingu með NCL Epic þar sem komið er við á Santorini, Aþenu, Mykonos og Korfú í Grikklandi, Valetta á Möltu, Messina, Napolí og Liveorno á Ítalíu, Cannes í Frakklandi og síðan endað í Civitavecchia, hafnarborgar Rómar. Þar förum við frá borði, gistum eina nótt í Róm og síðan út á flugvöll og fljúgum heim.
Glæsiskipið Norwegian Epic
Norwegian Epic er 155,873 brúttótonn, 329 metrar á lengd og tekur 4.100 farþega. Áhöfnin er 1.753 og ganghraði er 20 hnútar. Epic er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þess. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.
Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa er 670.000 og 510.000 í innklefa.
INNIFALIÐ: | Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tíu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
4. október. Keflavík – Róm
Flogið með Icelandair til Rómar. Ekið sem leið liggur upp á hótelið þar sem við gistum í tvær nætur.
5. október. Róm
Notum daginn til að skoða það helsta í Róm.
6. október. Siglingin hefst
Brottför frá hóteli um kl.10:30 og ekið til Civitavecchia. Epic leggur úr höfn klukkan 17:00.
7. október. Á siglingu
Á siglingu allan daginn og nóg að gera um borð, skoða skipið, liggja í sólbaði eða bara gera eitthvað annað skemmtilegt.
8. október. Santorini
Komið til eyjarinnar kl 13:00 og gaman að vera uppi á dekki þegar siglt er að henni. Farið á ný kl 22:00. Farið í land með léttabátum.
9. október. Aþena
Komum til Aþenu, höfuðborgar Grikklands, kl 07:00 og farið á ný kl 18:00. Skipið leggst við bryggju í Pireus, hafnarborg Aþenu og þaðan förum við inn til höfuðborgarinnar, skoðum Akrópólis og Plaka, sem er gamli bærinn við rætur Akrópólis.
10. október. Mykonos
Komum til þessarar skemmtilegu eyju kl 07:00 og förum aftur kl 14:00. Farið í land með léttabátum og fáum okkur góðan göngutúr um þröng stætin og smökkum aðeins á grískum mat.
11. október. Korfú
Leggjum að bryggju kl 12:00 og farið aftur kl 19:00. Falleg eyja sem gaman er að skoða, labba til dæmis upp að kastalnum og horfa yfir.
12. október. Valletta
Lagt að bryggju í Valletta á Möltu kl 13:30 og farið á ný kl 22:00. Fallegur bær og glæsilegt hafnarsvæði og um að gera að vera uppi á dekki þegar siglt er inn höfnina. Hér borða menn mikið af kanínukjöti sem gaman er að smakka.
13. október. Messina
Komum til Messina á Sikiley kl 08:00 og dveljum þar til kl 18:00. Hægt að sjá Etnu og líka fara í skoðunarferð að þessu merka eldfjalli.
14. október. Napolí
Komum hér kl 06:30 og förum á ný kl 16:30. Fyrir þá sem ekki hafa komið til Pompeii þá er það mjög áhugavert. Ítalir segja að Margareta pizzan hafi fyrst verð gerð hér og um að gera að smakka.
15. október. Livorno
Komið kl. 09:00 og farið þaðan kl. 21:00. Flórens, Pisa (skakki turninn) og Cinque Terra eru meðal þess sem áhugavert er að skoða hér.
16. október. Cannes
Þá erum við komin til Frakklands, nánar tiltekið til Cannes. Þar vörpum við ankerum kl 07:00 og léttum þeim síðan kl 16:00. Förum með léttabátum í land og aftur um borð. Gaman að rölta hér um göturnar og skoða verðmiðana í dýru búðunum og kíkja á rauða dregilinn.
17. október. Siglingu lýkur
Komum til Civitavecchia kl 06:00 förum frá borði um kl 09:00 og keyrum til Rómar þar sem við gistum í eina nótt.
18. október. Róm – Keflavík
Förum frá hótelinu upp úr hádegi, út á flugvöll og heim með Icelandair.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.