Brottför 27. maí og heimkoma 6. júní

Eystrasaltið 

Flogið með Icelandair til Stokkhólms að morgni 27. maí og gist þar í eina nótt. Daginn eftir er farið um borð í Dawn og siglingin sjálf er níu nátta og er komið við í Helsinki í Finnlandi, Tallin í Eistlandi, Riga í Lettlandi, Klaipeda í Litháen, Gdynia í Póllandi, Warnemunde og Hamborg í Þýskalandi, Kaupmannahöfn og endað í Osló. Farið beint út á flugvöll og flogið heim með Icelandair og lent í Keflavík um kl 14:45.

Glæsiskipið Norwegian Dawn

Norwegian Dawn var smíðað árið 2002 og allt tekið í gegn árið 2021. Skipið er rúm 92.000 brúttótonn, 294 metra langt og 38 metra breitt. Farþegar eru 2.300og í áhöfn eru 1.032.  Um borð eru fjöldi veitingastaða, kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa og leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í svalaklefa 740.000 kr. og verð á mann í innklefa 555.000 kr.

Fyrir einn í svalaklefa er verðið 910.000 kr og í innklefa 710.000 kr.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, níu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”.Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið.Matarpakkinn: Út að borða á sérstöku veitingastöðunum: Þrisvar sinnum fyrir gestir í svalaklefi og tvisvar sinnum fyrir gestir í innklefar og stúdíóklefar.

WiFi: 250 mínútur á þráðlausa netinu um borð.

Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir.

Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.

EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

27. maí – þríðjudagur – Keflavík – Stokkhólmur

Flogið með Icelandair til Stokkhólms að morgni og gist þar í eina nótt.

28. maí – miðvikudagur – Siglingin hefst

Farð um hádegi niður á höfn þar sem Dawn bíður okkar og leggur úr höfn kl 16:00

29. maí – fimmtudagur – Helsinki

Komið til Helsinki kl. 09:00 og farið þaðan kl. 18:00. Steinkirkjan og markaðurinn er meðal þess sem fólk kíkir oft á hér í höfuðstað Finnlands.

30. maí – föstudagur – Tallinn í Eistlandi

Hér kíkjum við aðeins á Eista en komið er til Tallinn kl. 07:00 og farið þaðan kl 16:00.

31. maí – laugardagur – Riga í Lettlandi

Hér kíkjum við aðeins á Lettana en komið er til Riga kl. 09:00 og farið þaðan kl 19:00.

1. júní – sunnudagur – Klaipeda í Litháen

Hér kíkjum við aðeins á Litháa en komið er til Klaipeda kl. 10:00 og farið þaðan kl 18:00.

2. júní – mánudagur – Gdynia í Póllandi

Nú reum við komin til Póllands kl. 07:00 og farið þaðan kl 15:00. Skoða bæinn, fara á stöndina eða kíkja til Gdansk.

3. júní – þriðjudagur – Warnemunde í Þýskalandi

Komin til Þýskalands í þennan litla og huggulega bæ. Komið þangað kl. 07:00 og farið á ný kl. 23:00. Sumir skjótast til Rostock og skoða bæinn þar.

4. júní – miðvikudagur – Hamborg í Þýskalandi

Enn erum við í Þýskalandi og komum til Hamborgar kl 06:00 og förum kl 18:00. Skemmtileg borg og margt að skoða hér.

5. júní – fimmtudagur – Kaupmannahöfn

Stutt stopp í Kóngsins Köben, komið kl 07:00 og farið á ný kl 14:30.

6. júní – föstudagur – Óslo – Heimferð

Dawn leggst að bryggju kl. 07:00 og eftir morgunverð förum við út á flugvöll og fljúgum heim með Icelandair.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi viðSkúli Unnar Sveinsson - Fararstjóri

blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn