Brottför 20. október – Heimkoma 4. nóvember.

Flogið til Lissabon með Play, 20. október og gist þar í eina nótt áður en 12 nátta siglingin hefst með Dawn. Komið er við á Tenerife, Kanarí, Lansorote Marokkó og nokkrum höfunum á Spáni. Siglingunni lýkur í Barcelona þar sem gist er í tvær nætur áður en flogið er heim með Icelandair og lent í Keflavík um kl 15:30.

Glæsiskipið Norwegian Dawn

Norwegian Getaway var tekið í gegn í 2021, en það var smíðað árið 2002. Það er rúmlega 92.000 brúttótonn, 294 m á lengd og 38 metra breitt. Farþegar geta verið 2.290. Áhöfnin telur 1.032 og siglingarhraði er 23 hnútar. Um borð eru allskonar veitingastaðir, kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa og leikhús sem tekur um 800 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa 625.000 kr. og í innklefa 550.000 kr.

Fyrir einn í svalaklefa 830.000 kr. og einn í innklefa 700.000 kr.

INNIFALIÐ:

Flug til Lissabon með Play og til baka frá Barcelona með Icelandair, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips.

Gisting með morgunverði í eina nótt fyrir siglingu og tvær nætur eftir siglinguna.

12 nátta sigling, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Íslensk fararstjórn.

Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”:

Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck.  ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi.

Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum.

WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð.

Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir.

Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.

EKKI INNIFALIÐ:

Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

20. október – mánudagur – Keflavík – Lissabon

Flogið til Lissabon með Play um miðjan dag. Frá flugvöllinu er ekið beint á hótel og gist þar í eina nótt.

21. október – þriðjudagur – Siglingin hefst

Förum niður á höfn um hádegi og um borð í Dawn sem leggur í hann kl 20:00

22. október – miðvikudagur –  Á siglingu

Erum á siglingu allan daginn og um að gera að skoða skipið vel og njóta þess sem boðið er upp á um borð.

23. október – fimmtudagur – Tenerife

Komum til Santa Cruz á Tenerife kl 09:00 og förum á ný klukkan 23:00. Hér er hægt að fara og skoða Teide, hæsta fjall eyjarinnar eða jafnvel skjótast suður á Amerísku störndina þar sem Íslendingar eru fjölmennir.

24. október – föstudagur – Grand Kanarí

Komið til Las Palmas á Kanarí kl 07:00 og farið kl 23:00. Nóg að gera hér, hugsanlega að kíkja á ensku ströndina og heilsa upp á landa vora, en þeir eru fjölmargir á því svæði.

25. október – laugardagur – Lanzarote

Þriðja eyjan í Grand Canaria eyjaklasanum. Komum kl 07:00 til Arrecife og förum aftur kl 17:00.

26. október – sunnudagur – Agadir, Marokkó

Komið til Agadir í Marokkó kl 07:00 og farið á ný kl 17:00.

27. október – mánudagur – Casablanca, Marokkó

Komum til Casablanca kl 09:00 og förum kl 21:00. Kíkjum á markað og skoðum menninguna hér.

28. október – þríðjudagur – Cadiz, Spán

Komið er til Cadiz á Atlantshafsströnd Spánar kl. 09:00 og farið þaðan kl. 21:00. Hægt að skjótast til Sevilla, tekur tæpa tvo tíma og þar má meðal annars skoðastærsta “gamla” bæ Spánar.

29. október – miðvikudagur – Motril, Spán

Nú erum við komin inn í Miðjarðarhfafið og leggjum að bryggju í Motril kl 08:00 og lagt í hann á ný kl 17:00. Stutt að skjótast frá höfninni upp í land til borgarinnar Motril sem er skemmtileg 60.000 manna borg.

30. október – fimmtudagur – Ibiza, Spán

Enn ein eyjan í þessari ferð, nú hin fallega og áhugaverða eyja Ibiza. Komum þangað kl 12:00 og förum á ný kl 22:00. Tökum bát eða rútu inn að miðbænum og þar er gaman að rölta um þröng og skemmtileg stæti.

31. október – föstudagur – Mallorka, Spán

Þá er það Mallorka. Komum til Palma kl 08:00 og förum á ný kl 19:00. Rútur inn að miðbænum go svo er líka hægt að fara í skemmtilegar skounarferðir hér, nú eða á huggulega strönd.

1. nóvember – laugardagur – Valencia, Spán

Valencia er falleg borg skammt suður af Alicante þar sem Íslendingar eru fjölmennir. Komið kl 08:00 og farið á ný kl 18:00.

2. nóvember – sunnudagur – Siglingu lýkur – Barcelona, Spán 

Komum til Barcelona kl 07:00, förum frá borði um kl 09:00 upp á hótel þar sem við gistum í tvær nætur.

3. nóvember – mánudagur – Barcelona, Spán

Notum daginn til að skoða okkur aðeins um í Barcelona, Ramblan, Gaudi, Sagrada Familia, nú eða kíkja bara á ströndina. Nóg að gera í þessari skemmtilegu borg.

4. nóvember – þriðjudagur – Barcelona – Keflavík

Förum út á flugvöll eftir morgunverð og fljúgum heim með Icelandair. Lendum í Keflavík um 15:45.

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - Fararstjóri

Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn
Norwegian Dawn