Ég er í skýjunum!

Heil og sæl.

Fór í KaríbaKarabískahafið með ykkur um daginn og á ekki orð til að lýsa hrifningu minni á ferðinni, skipinu og honum Skúla. Ferðin var algjörlega frábær og verð ég smá tíma að koma mér niður á jörðina aftur. Skipulagið var til fyrirmyndar, skipið og allt í kringum það líka. Allt gekk eins og vel smurt tannhjól. Skúli var alltaf til staðar og var boðinn og búinn að aðstoða fólk.  Ég  er í skýjunum!

Sjáumst 2019!

Ásbjörg