Ævintýraferð með Epic

SiglingSæll Skúli.

Þú baðst okkur að senda þér fáein orð um það hvernig okkur hefði fundist í ferðinni með Epic núna um mánaðarmótin ágúst/sept, bæði jákvætt og neikvætt.

Í stuttu máli var ferðin frábær, sannkallað ævintýri. Þar sem við höfðum áður farið í siglingu þá vissum við nokkuð við hverju var að búast, en þessi ferð fór fram úr því sem við höfðum átt von á. Allt í ferðinn gekk mjög vel og stóðst allt sem planað var. Skipið var meiriháttar og framboðið af afþreyingu var þvílíkt að maður hefði alveg verið til í að fara annan hring til að geta komist yfir þó ekki væri nema helming þess sem í boði var.

Og rúsínan í pylsuendanum var síðan farastjórnin, við höfum aldrei áður kynnst svona persónulegri fararstjórn og jók það mjög ánægju okkar og öryggi í ferðinni. Þú sást til þess að maður var alltaf með allt á hreinu hvað stóð til og hvernig manni bar að bera sig að, og þá er ekki nema helmingurinn af farastjórninni nefnd, þar sem hún var svo langt umfram það sem við höfum áður átt að venjast.

Að lokum er bara eitt sem okkur dettur í hug að hafi verið neikvætt við ferðina: henni lauk.

kv.
Siggi Geirs og Steina Ólafs.