Ég ætlaði að vera búin að skrifa þér fyrr en ekki tekist, svo nú kemur það. Við hjónin Gunnar Örn og ég fórum í jólaferðina um s.l. jól. Og þvílík ferð .Í stuttu máli var hún YNDISLEG.
ALLT stóðst sem um var talað og meira segja veðrið lék við okkur. En það sem mig (okkur) langar að tíunda er FARARSTJÓRINN: Hún Marta er hreint ótrúleg. Fyrir utan að vera glæsileg ung kona þá var allt 100% sem hún segir og gerir. Hún gerði sér bara lítið fyrir og bjó til skoðunarferðir á eyjunum og ORLANDO sem hentaði okkur ÖLLUM því það voru mjög fáir sem voru búnir að panta ferðir og voru bara ekkert ákveðnir hvað ætti að gera !!!!!! Svo sá hún um að við borðuðum saman bæði á jólum (um borð í skipinu)og á gamlárskvöld ( í Orlando) og ALLT var vel lukkað. Ég mun minnast þessarar ferðar á meðan ég lifi það var svo gaman. Í lok ferðarinnar voru þessir 50 íslendingar orðnir að einni fjölskyldu. :-):-). Erum strax farin að pæla í næstu ferð, hefðum helst viljað fara með Mörtu í ferúar um Panamaskurðinn !!!!!!
Læt þetta duga að sinni. Takk takk aftur fyrir okkur.
Hjartans kveðjur
Soffía og Gunnar Örn.8-):-D