Við hjónin höfum farið í margar utanlandsferðir með fararstjórum. Þeir hafa verið misjafnir eins og gengur. Allt frá því að skipta sér lítið af farþegunum upp í það að vera stöðugt að fræða fólk og segja frá.
Við höfum að vísu ekki farið í siglingu á skemmtiferðaskipi fyrr þannig að þessi ferð til 10 borga við Miðjarðarhafið var töluverð lífsreynsla fyrir okkur.
Varðandi fararstjórn Skúla þá var hún frábær. Hann undirbjó okkur mjög vel fyrir ferðina, minnti okkur á það sem við þurftum að gera í tæka tíð. Hann var vakandi og sofandi yfir velferð okka allan tímann í ferðinni og passaði sig á því að gera ekki of lítið og ekki of mikið með okkur þannig að hann var mjög þægilegur. Þetta er ábyggilega vandrataður meðalvegur svo að öllum líki. Hann var alltaf stundvís og aflaði sér allra upplýsinga sem hægt var um ferðina og þá staði sem við komum á og var góður leiðsögumaður um þær mörgu fögru borgir sem við heimsóttum í ferðinni.
Takk fyrir frábæra ferð og líka skemmtilegt samferðafólk sem við þekktum ekkert fyrir ferðina.
Kristín og Ómar