Meiri háttar afslöppun

Ég er sjóveik með endemum og ég þoldi ekki skemmtiferðarskip var nánast með fordóma gagnvart þessum ferðamáta. En þar sem við hjónin urðum sextíu ára með 13 mánaðar millibili ákvað ég að láta undan manninum Cozumelmínum og fara í eina svona ferð fyrir hann. Ég hef nefnilega alltaf svolítið stjórnað hvert og hvernig er ferðast.

Við vorum búin að skoða allskonar skip og skipafélög og vorum að huga að því að fara að panta ferð og fara á eigin vegum, þegar auglýsing birtist í Fréttablaðinu um ferð í Karabískahafið með umboðsaðila Norwegian Cruise Line. Já já fyrst ég var nú búin að samþykkja að fara  þá var alveg eins gott að fara með ferðaskrifstofu. Það er sko ekki það sem við erum vön að gera.

Til að gera langa sögu stutta var þessi ferð sem skipulögð var fyrir 14 daga af áðurnefndri ferðaskrifstofu með hina pólsku íslensku talandi Mörtu Magdalenu sem farastjóra algerlega ógleymanleg. Ég er búin að éta hatt minn og tek ofan fyrir þessari afþreyingu á hafi sem skemmtiferðarskip eru. Algerlega meiri háttar afslöppun og nóg að hafast við þar sem endalaust er boðið upp á allskyns viðburði og námskeið. Átti bara ekki orð yfir öllu sem í boði var og komst ekki yfir að njóta alls sem mig langaði. Matur og drykkir voru innifaldir þannig að það var eini höfuðverkurinn að komast yfir að smakka á öllu sem er vita vonlaust. En allt það sem ég bragðaði og drakk var til fyrirmyndar. Ég varð ekki sjóveik svolítið hissa yfir því.

Ég vil þakka ferðaskrifstofunni fyrir vel skipulagða ferð sem stóðst allar væntingar. Mörtu Magdalenu þakka ég fyrir frábæra þjónustulund og frumkvæði í að drífa okkur hópinn í allskonar ferðir sem hún skipulagði og þjappaði hópnum saman. Ferðafélagarnir voru dásemdin ein. Takk fyrir mig þetta var algelega frábært og mikil upplifun. Það má alveg koma fram að mér finnst ég hafa fengið mikið fyrir peninginn. Takk

Kveðja

Guðfinna Guðmundsdóttir