Við hjónin fórum í siglingu á ykkar vegum í 30. nóv. – 12 desember og okkur langar að gefa okkar meðmæli með ykkur og allri skipulagningu. Ferðin var í alla staði mjög vel skipulögð og upplýsingar fyrir ferð alveg fádæma góðar. Ferðin gekk alveg frábærlega vel og allt gekk upp varðandi tíma og svo að segja aldrei bið.
Hótelið í Orlando gat ekki verið betur staðsett hvað varðar verslun, eins og okkur flestum Íslendingum finnst svo gaman.
Fyrir fólk eins og okkur sem höfum ekki farið áður í siglingu þá var þetta BARA ævintýri.
Það er að vísu dýrt um borð í skipinu og mikið áreyti með sölu á öllu sem þar er til boða.
Það voru mjög framandi staðir sem við komum til og virkilega fræðandi að sjá hvernig lífið gengur fyrir sig á þessum slóðum, en mikil fátækt.
Skoðunarferðirnar sem við keyptum voru sæmilegar, en án þeirra hefðum við ekki fræðst eins mikið um staðina.
Fararstjórinn ( Skúli Unnar) var alveg til fyrirmyndar, vakandi og sofandi öllum stundum yfir sínum farþegum og mjög svo hjálplegur. Frábær fararstjóri.
Bestu kveðjur
Þorsteinn og Ólöf