Okkur hjónum langar að skifa nokkrar línur um ferð sem við erum nýlega komin úr á ykkar vegum. Vorum 12 daga siglingu í fjögura landa sýn, sigling frá Barcelona og endað í Feneyjum. Mælum svo sannarlega með þessu frábæra skipafélagi sem þið bjóðið upp á, allt 100% um borð, maturinn mjög góður, öll þjónusta og frábærar sýningar í leikhúsi.
Einnig er ekki hægt annað en að minnast á frábærann fararstjóra hann Skúla Unnar, allt mjög vel skipulagt hjá honum og veitti hann mjög góðar upplýsingar um viðkomustaði. Ekki spurnig að næst þegar við förum í siglingu þá verður ykkar heimasíða skoðuð fyrst.
kær kveðja
Ellert og Bryndís