Sæll Skúli og takk fyrir síðast.
Páska siglingin í Karabíska var öll frá upphafi til enda frábær bæði á sjó og landi. Skipið nánast nýtt með öllu sem til þarf og miklu meira en það. Maturinn var alveg frábær, svo maður tali nú ekki um starfsfólkið sem var að okkar mati sérstaklega liðlegt.
Punkturinn yfir iið var svo fararstjórinn sjálfur hann Skúli sem var svo sannarlega í vinnunni. Hann passaði vel upp á sína og sá til þess að fríið yrði sem ánægjulegast og áhyggjulaust.
Sitjum hér með frosið brosið í snjónum fyrir norðan og látum okkur dreyma um suðræna slóð.
Takk kærlega fyrir okkur.
Jónas og Sigga