Siglingar 2026
Nú eru 10 siglingar fyrir 2026 komnar á www.sulatravel.is. Hér eru fyrstu fjórar en allar ferðirnar má skoða undir “Skemmtisiglingar”
Panamaskurðurinn 17. janúar – 4. febrúar 2026
Tvær nætur í Miami, 12 nátta sigling og 4 nætur í Orlando.
Flogið með Icelandair til Miami 17. janúar og gist þar í tvær nætur áður en farið er um borð í Jewel. Komið er við í George Town á Caman eyjum, Cartagena í Kólombíu, farið upp skipasigan Atlantshafsmegin og siglt á Gatun vatninu. Síðdegis er síðan farið aftur niður sama skipastiga og stoppað í Colón í Panama, Puerto Limon í Costa Ríka, Harvest Caye, einkaeyju skipafélgasins úti fyrir Belís. Þaðan liggur leiðin til Cozumel í Mexíkó og loks til Miami á ný. Ekið þaðan til Orlando og gist í fjórar nætur áður en flogið er heim með Icelandair og lent í Keflavík að morgni 4. febrúar.
Singapore til Bankok 7. mars -25. mars 2026 Uppselt
3 nætur í Singapore, 12 nátta sigling og 3 nætur í Bankok
Flogið til Singapore 7. mars og gistum þar í þrjár nætur áður en við förum um borð í Sun. Siglt er til Phutet í Thailandi, Penang í Malaysia, Kuala Lumpur í Malaysia, Bintan Islands Indonesia, Ho Shi Minch City Vietanm, Ko Samui Thailand og Bankok (Laem Chabang) Thailand þar sem gist er í þrjár nætur.
Bankok til Singapore 19. mars – 5. apríl
Flogið til Bankok 19. mars og gistum þar í þrjár nætur áður en við förum um borð í Sun. Siglt er til Ko Samui Thailandi, Ho Chi Minh City Vietnam, Port Klang Kuala Lumpur Malysia, Pengang Malysa, Langawi Malysa, Phuket Thailandi og Singapore þar sem gist er í þrjár nætur.
Miami til Seattle um Panamaskurðinn 9. apríl til 4. maí 2026
Þetta er 25 daga ferð þar sem við skoðum marga ákvörðunarstaði auk þess að gista tvær nætur í Orlando. Í siglingunni er gist um borð í skipinu í eina nótt í San Francisko en dvalið þar í tvo daga.
Flogið með Icelandair til Orlando og gist þar í tvær nætur. Siglt er frá Miami 11. apríl vestur Karíbahaf. Komið við í Cartagena í Kólombíu, Colón, siglum upp Panama skipastigann, Gatum vatn, Panamaborg, Puerto Caldera Puntarenas í Costa Rica, Puerto Quetzal í Guatemala, Acapulco í Mexikó, Cabo San Lucas í Mexíkó, Los Angeles, San Francisko, Victoria í Kanada og síðan Seattle þar sem siglingu lýkur.