Þakka þér fyrir skemmtilega viðkynningu og frábæra fararstjórn í ferðinni okkar góðu [Með Getaway um karíbahafið í nóvember].
Nú þegar fyrstu hughrif ferðalagsins eru að baki og horft er í baksýnisspegilinn þá er niðurstaðan þessi. Þetta er enn jafn stórkostlegt. Ég hef aldrei verið í jafn afslöppuðu fríi. Að vera með fararstjóra sem sér svona vel um sína er æði. Að skilja við töskurnar við hótelið í Orlando og hitta þær svo aftur fyrir utan káetuna sína er tær snilld. Fyrirkomulag og aðbúnaður á skipinu í alla staði frábær. Mér leið eins og drottningu um stund.
Ég vonast til að við eigum eftir að sigla aftur saman.
Njóttu lífsins.
Gleðilega hátíð
Ingibjörg