Heill og sæll Skúli og takk fyrir góða og þétta ferð.
Við hjónin vorum svo lánsöm að ferðast með Norwegian Getaway um síðastliðna páska á vegum umboðsaðila Norwegian Cruise Line. Segja verður, að ferðin stóðst allar okkar væntingar og gott betur. Allt skipulag og fararstjórn stóð eins og stafur á bók og ber að þakka það sérstaklega.
Skipið var allt hið glæsilegasta með frábærri aðstöðu, veitingastöðum og rúmgóðum svalaklefum. Athygli okkar um borð, vakti mikið hreinlæti og ákafi starfsmanna að láta gestum líða sem best, hvar sem farið var um skipið.
Skúli farastjóri stóð vaktina af stakri prýði og var eins og fararstjórar eiga að vera, rólegur, skipulagður, traustur og úrræðagóður og ávallt til staðar. Það ber að þakka. Við hjónin gefum því páskaferð ferðaskrifstofunnar með Getaway, okkar bestu meðmæli.
Þetta var sannarlega draumaferð með miklum lúxus.
Stefán Hrafn og Ása Hrönn, Grafarvogi í Reykjavík