Við Birgir viljum þakka þér fyrir mjög skemmtilega ferð og frábæra farastjórn. Miðjarðarhafs siglingin var mjög skemmtileg og hvað það var gaman að koma til allra þessara borga á Ítalíu og Grikklandi og fara í allar þessar mjög svo áhugaverðu ferðir. Skemmtiskipið Spirit var sérlega glæsilegt og bæði matur og þjónusta til mjög mikilla fyrirmyndar. Allt starfsfólk skipsins var mjög elskulegt og hjálplegt með alla hluti og Skúli fararstjóri alltaf til staðar.
Við erum þegar farin að spá í næstu ferð með umboðsaðila Norwegian Cruise Line árið 2018 en það verður erfitt að velja því það eru margar áhugaverðar ferðir í boði.
Kær kveðja,
Birgir Hlynur Sigurðsson,
Sigríður Helgadóttir