Sæll Skúli.
Þökkum frábæra ferð, þar sem þetta var fyrsta ferð okkar á skipi erum við í skýjunum með allt saman.
Allar væntingar sem við gerðum gengu eftir og vonandi eigum við eftir að endurtaka leikinn.
Kv. frá Eyjum
Inga Birna og Leifur
Sæll Skúli.
Þökkum frábæra ferð, þar sem þetta var fyrsta ferð okkar á skipi erum við í skýjunum með allt saman.
Allar væntingar sem við gerðum gengu eftir og vonandi eigum við eftir að endurtaka leikinn.
Kv. frá Eyjum
Inga Birna og Leifur
Við hjónin vorum mjög ánægð með ferðina (um Karíbahafið í nóvember/desember). Allt stóðst og farastjórn Skúla var til fyrirmyndar. Góður hópur.
Takk fyrir okkur.
Kveðja, Hrafnhildur og Gísli.
Ferðin (í Karíbahafinu í nóvember) var í alla staði frábær, mjög góður farastjóri sem var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Heimsókn til Bob Marley var eftirminnileg, fyrir margt. Þegar heim var komið þá áttuðum við okkur á því að blómavasinn sem við keyptum, reyndist hasspípa. Og heimsókn okkar á Græna froskinn í Mexíkó var alveg ógleymanleg. Skipið og þjónustan um borð var dásamleg.
Jólakveðjur frá okkur til allra sem voru með í ferðinni og ástarþakkir.
Sigrún og Daníel.