Jól í Karíbahafi með Aqua 19-30 desember 2025
Flogið til Orlando með Icelandair 18. desember, gist í þrjár nætur fyrir siglinguna á Florida Mall hótelinu og síðan eina nótt þar eftir siglinguna. Siglt frá Miami í Flórída og komið við í Puerto Plata í Dóminíkanska lýðveldinu, St Thomas, Tortola og á Great Stirrup Cay, sem er lítil eyja sem skipafélagið á og loks aftur til Miami. Gistum eina nótt og komum heim snemma morguns.
Glæsiskipið Norwegian Aqua
Norwegian Aqua er nýjasta skip NCL, hleipt af stokkunum á þessu ári, 142,500 brúttótonn, 294 metrar á lengd og tekur 3.195 farþega. Áhöfnin er 1.506 og ganghraði er 20 hnútar. Aqua er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.
Verð á mann í svalaklefa 745.000 kr. og verð á mann í innklefa 665.000 kr.
Verð fyrir einn í svalaklefa 954.000 kr. og einn í innklefa 810.000 kr.
INNIFALIÐ: | lug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tíu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Free at Sea. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa per höfn til að nota í skoðunarferðir. Safnast ekki upp ef ekki er notað. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.