Jól í Karíbahafi með Aqua
Flogið til Orlando með Icelandair 18. desember, gist í þrjár nætur fyrir siglinguna á Florida Mall hótelinu og síðan eina nótt þar eftir siglinguna. Siglt frá Miami í Flórída og komið við í Puerto Plata í Dóminíkanska lýðveldinu, St Thomas, Tortola og á Great Stirrup Cay, sem er lítil eyja sem skipafélagið á og loks aftur til Miami. Gistum eina nótt og komum heim snemma morguns.
Glæsiskipið Norwegian Aqua
Norwegian Aqua er nýjasta skip NCL, hleipt af stokkunum á þessu ári, 142,500 brúttótonn, 294 metrar á lengd og tekur 3.195 farþega. Áhöfnin er 1.506 og ganghraði er 20 hnútar. Aqua er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.
Verð á mann í svalaklefa 745.000 kr. og verð á mann í innklefa 665.000 kr.
Verð fyrir einn í svalaklefa 954.000 kr. og einn í innklefa 810.000 kr.
INNIFALIÐ: | More At Sea
Drykkjarpakki: Innfelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH: skattur getur lagst á drykkir og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar. Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns og vínkynningar eða sértilboð á bjórfötum. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum Matarpakkinn: Út að borða á sérreknu veitingastöðunum: Svalaklefi: 7 daga sigling 3 sinnum út að borða, 8-11 daga sigling 4 sinnum út að borða og 12 dagar og meira 5 sinnum út að borða. Gildir fyrir allt að 3 í svalaklefa. Innklefi og Stúdío: 7 daga sigling: 1 sinni út að borða, 8-11 daga sigling: 2 sinnum út að borða og 12 dagar og lengra, 3 sinnum út að borða. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Gidlir fyrir allt að 3 saman í klefa. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa per höfn til að nota í skoðunarferðir. Safnast ekki upp ef ekki er notað. ATH: Fyrir þá sem bókuðu fyrir 1. Október 2024 þá uppfærist aðeins drykkjarpakkinn en út að borða pakkinn er óbreyttur eins og hann var. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
18. desember – fimmtudagur – Keflavík – Orlandó
Flogið síðdegis með Icelandair til Orlando þar sem lent er klukkan 20:05 að staðartíma. Ekið sem leið liggur á Florida Mall Hotel.
19. og 20. desember – föstudagur, laugardagur – Orlandó
Frjálsir dagar í Orlando en þar er nóg hægt að gera. Í verslunarmiðstöðinni Florida Mall eru um 270 verslanir auk fjölda veitingastaða. Góður sundlaugargarður er við hótelið auk þess sem stutt er í Premium Outlet þar sem hægt er að gera mjög góð kaup. Ekki má heldur gleyma hinum fjölmörgu skemmtigörðum sem eru í næsta nágrenni við hótelið og einnig eru margir flottir golfvellir á svæðinu.
21. desember – sunnudagur – Siglingin hefst
Farið frá hótelinu um kl 09:00 og ökum til Miami þar sem við förum um borð í Aqua. Lagt úr höfn klukkan 17:30.
22. desember – mánudagur – Á siglingu
Á siglingu allan daginn og um að gera að njóta sín á sóldekkinu og horfa yfir til Kúbu og fleiri eyja sem við siglum framhjá.
23. desember – þriðjudagur – Puerto Plata
Komum til Dóminíkanska lýðveldisins kl 07:00 og förum á ný kl 16:00. Hreinn og tær sjór og gaman að rölta um miðbæinn og skoða menninguna hjá innfæddum, en hér í Puerto Plata búa um 340.000 manns. Ólíklegt að við fáum skötu þó það sé Þorláksmessa.
24. desember – miðvikudagur – St Thomas
Komum til bandarísku Jómfrúreyjunnar St Thomas kl 11:00 á Aðfangadag og förum á ný kl 19:00. Falleg eyja, gaman til dæmis að fara í kláfunum upp í fjall og skoða útsýnið þaðan, eða rölta í bænum og fá sér kaffi með heimamönnum.
25. desember – fimmtudagur – Tortola
Þá er það bresku Jónfrúreyjan Tortola sem hefur meðal annars verið þekkt skattaskjól í gegnum árin. Komum kl 06:00 og förum á ný kl 13:00. Hér búa aðeins um 24.000 manns. Kíkjum kannski á einhverja banka eða bara á kaffihús. Nóg um að fera um borð á Jóladag, ekki síst fyrir yngstu farþegana.
26. desember – föstudagur – Á siglingu
Njóta lífisins um borð, hvort heldur það er í nuddi, sólbaði, heitu pottunum, á einhverju námskeiði eða inn á bókasafni með góða bók.
27. desember – laugardagur – Great Stirrup Cay
Komið til Great Stirrup Cay, eyju sem NCL á, kl 10:00 og farið á ný kl 18:00. Farið í land með léttabátum og hér er gott að snorkla og slappa síðan af á ströndinni. Kokkar og þjónar skipsins koma hér í land og skipskortið gildir fyrir mat og drykk.
28. desember – sunnudagur – Siglingu lýkur
Lagst að bryggju í Miami kl 07:00. Ekið til Orlando þar sem gist verður eina nótt á Florida Mall hótelinu. Þangað er komið upp úr hádegi þannig að dagurinn nýtist vel.
29. desember – mánudagur – Heimferð
Farið frá hótelinu eftir hádegi og flogið heim klukkan 17:45. Lent í Keflavík klukkan 06:05 að morgni 30. desember.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.