Brottför 7. mars, heimkoma 25. mars 2026

2 nætur í Singapore, 12 nátta sigling og 3 nætur í Bangkok

Flogið til Singapore 7. mars, brottför frá Keflavík kl.16:20 og lent á London Heathrow kl.19:30. Brottför með Singapore Airlines kl.22:05 og lent i Singapore kl.19:00 daginn eftir eða 8.mars.  Gistum þar í tvær  nætur áður en við förum um borð í Sun. Siglt er til Puket í Thailandi, Penang í Malaysia, Kuala Lumpur í Malaysia, Ho Shi Minch City Vietanm, Ko Samui Thailand og Bangkok þar sem við gistum í þrjár nætur.

Glæsiskipið Norwegian Sun

Norwegian Sun var smíðað árið 2008 og allt tekið í gegn 2021. Það er 78.309 brúttótonn, rúmir 258 m á lengd og 38 m á breidd. Farþegar eru  1.878 og í áhöfn eru 906 manns og siglingarhraði er 23 hnútar.

Verð á mann miðað við tvo í svalaklefa 1.225.000 kr. og verð á mann miðað við tvo  í innklefa kr 1.025,000 

 

 

 

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tólf nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
More At Sea:
Drykkjarpakki: Innfelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH: skattur getur lagst á drykkir og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar.Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns og vínkynningar eða sértilboð á bjórfötum. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum.
Matarpakkinn: Tvisvar sinnum út að borða á sérreknu veitingastöðunum.
WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð.Gildir fyrir allt að 3 saman í klefa.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

7. mars Keflavík Singapore 

Flogið til London með Icelandair. Brottför frá Keflavík kl. 16:20. Flogið frá London með Singapore Air kl. 16:20 og lent í Singapore kl.19:00 8 mars og gist þar í tvær nætur. Gist á Parkroyal on Beach sem er glæsilegt 5 stjörnu hótel miðsvæðis í Singapore.

Singapore eða The Republic of Singapore er eyja í suð austur Asíu. Íbúafjöldi er tæpar sex miljónir. Opinbert tungumál er Malay og Enska. Einu sinni bresk verslunarmiðstöð með gömlum kínahverfum og litríkum hindúa musterum. Borgin státar af mörgum skýjakljúfum. Hægt er að fara í stutta siglingu á Singapore ánni eða fara með hjólataxa um borgina.

Singapore Photos, Download The BEST Free Singapore Stock ...

8. og 9. mars Singapore Gist á Parkroyal on Beach

Frjálsir dagar sem fólk getur nýtt til að skoða sig um, versla eða hvað eina sem fólki dettur í hug.

Gallery image of this property

Gallery image of this property

Gallery image of this property

10. mars Siglingin hefst

Farið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið niður á höfn þar sem Norwegian Sun bíður okkar. Lagt úr höfn kl 19:00.

Singapore Images – Browse 344,931 Stock Photos, Vectors, and ...

11. mars Á siglingu

Á siglingu allan daginn og um að gera að skoða skipið og læra aðeins á það og auðvitað njóta þess sem boðið er uppá um borð, bæði í mat, drykk og ekki síður skemmtilegri dagskrá.

12. mars Phuket Thailand

Komum kl 07:00 til Phuket í Thaqilandi og leggjum í hann á ný kl 19:00. Skemmtileg borg með glæsiströndum og með 19.aldar kínverskri og vestrænni byggingarlist. Gaman að skoða töfrandi Búddamusterið Wat Chalong með risastórri gylltri búddastyttu. Phang Nga þjóðgarðurinn er stórkostlegur og varð frægur vegna James Bond myndarinnar “The Man with the Golden Gun”.

five brown wooden boats

13. mars Langkawi Malysia

Komið kl 07:00 og farið á ný kl 19:00. Langkawi er áhugverður staður með hæðóttu landslagi, Hilim Karst skógurinn þar sem hægt er að fara í bátsferðir um undurfagurt landslang, borða á fjótandi veitingastöðum og síðan er hægt að fara á Cenang Beach í afslöppun. Kuah Town er áhugaverður staður með Duty Free búðum ef menn vilja versla.

people on beach during daytime

14. mars Penang Malysia

Komið kl 07:00 og farið á ný kl 19:00. Pengang er þekkt sem Perla Austurlanda, regnskógarnir á eyjunni er afar fallegir, fjöll með mörgum fossum og svo fallegar sandstrendur. Í Georg Town er sögufræg hverfi, blanda af nýlendu byggingum og kínverskri arfleið. Þar eru musteri á heimsminjaskrá UNESCO. Hið risastóra Kek Lok Si hof er áhugavert að skoða og þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Georg Town. Í Penang er ríkulegt úrval af Street Food stöðum sem ætti að freista matgæðinga.

woman in white t-shirt and blue denim jeans standing beside red bicycle

15. mars Port Klang Kuala Lumpur Malysia

Komið kl 08:00 og farið á ný kl 22:00. Kuala Lumpur, sem er höfuðborg Malasíu, er blanda af nýlendutímanum, íslömskum og nútímalegum arkitektúr. Petronas turnarnir og hiða fallega Masjik Jamek sem eitt sinn var aðalmoskva Kuala Lumpur. Frá Kuala Lumpur turninum er stórbrotið útsýni en hann stendur á hæsta punkti borgarinnar. Á markaðinum í borginn er fjöldi sölubása og verslanna þar sem hægt er að kaupa minjagripi án þess að prútta.

Bintan island Free Stock Photos, Images, and Pictures of ...

16. og 17. mars Sigling

Nú er um að gera að slaka á og njóta lífsins um borð.

Epic Aqua Park Family Splash

18. mars Phy My – Ho Chi Minh Vietnam

Komum til Phy My kl 07:00 og förum á ný kl 19:00. Flestir fara til borgarinnar Ho Chi Minh enda margt að skoða þar. Upplfiðu hina mögnuðu arfleið Saigon og  Mekong Delta. Hægt að fara í ógleymanlega reiðhjólaferð með „Sick Low“ eins og það er kallað. Saigon státar af nýlenduarkítektúr og líflegum mörkuðum. Borgin er skemmtileg andstaða við gróskumiklar sveitir með hrísgrjónaökrum og litlum þorpum umhverfis borgina. Matargerð Saigon samanstendur af blöndu af matreiðslu heimamanna, einstakri blöndu af  asískum kryddum og frönskum matreiðslustíl.

Ho Chi Minh statue - Photo, Image

19. mars Sigling

20. mars Ko Samui Thailand

Komið kl 07:00 og farið á nú kl 17:00. Hér er farið í land með léttabátum. Ko Samui er skógivaxin eyja með fögrum ströndum, stórkostlegri náttúru, kókoshnetu ræktun og fleiru. Hægt er að fara í ferð með fílum en einnig er frábært að versla krydd, silki og fleira.

Free A picturesque beachfront village with terracotta roofs, palm trees, and a distant lighthouse. Stock Photo

21. mars Laem Chabang Thailand

Komum til Leam Chabang kl 06:00, en þetta er hafnarborg Bangkok. Gistum um borð í eina nótt og um að gera að nota tækifærið og skoða þennan 90.000 manna strandbæ, skjótast kannski út á Pattaya ströndina.

Long tail boat and turquoise crystal clear sea water with limestone cliff and mountain at Phra Nang Beach Krabi Thailand

22. mars siglingu lýkur. Förum frá borði um kl 10:00 og keyrum til Bangkok þar sem við gistum á Anantara Siam Bangkok sem er glæsilegt 5 stjörnu hótel í miðbænum.

Gallery image of this property

Gallery image of this property

Gallery image of this property

high angle photo of buildings

23. mars Bangkok

Bangkok með sín gylltu musteri og hallir. Musteri Emerald Buddha útskorið úr jade er skylduáhorf fyrir alla. Dögunarhofið við ánna er töfrandi og þess virði að skoða. Konungshöllin er gríðarstór og samanstendur af gylltum útskornum byggingum. Þar er sögusvið Önnu og konungsins af Síam. Höllin er enn notuð af konungsfjölskyldunni. Bankok er ógleymanleg borg sem er gaman að heimsækja.

building near body of water at night

24. mars Bankok

Free Bangkok River photo and picture

25. mars Bangkok – Keflavik

Brottför frá Bankok kl.00:05 aðfaranótt 25 mars með Thai Airways og lent í Oslo kl.07:35. Brottför til Keflavíkur með Icelandair kl.13:10 og lent í Keflavík kl.15:20 25 mars.

Fararstjórar: Í þessari ferð eru tveir fararstjórar

Fararstjórar í ferðinni er Gunnlaugur Hafsteinsson og Kjartan Már Hallkelsson.

Gunnlaugur er vélfræðingur og tæknifræðingur að mennt. Hann hefur mikla reynslu af ferðalögum og fararstjórn.  Kjartan er stúdent frá Versló, hefur rekið eigin fyritæki lengi og hefur mikla reynslu af ferðlögum og mannlegum samskiptum.

Ánægðir viðskiptavinir  okkar aðalmarkmið og við hjá Sula Travel leggjum metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.