Þökkum fyrir frábæra ferð

Sæll Skúli
Þökkum þér og Súla Travel fyrir frábæra ferð um Gríska eyjahafið 10-24 júní.
Skoðunarferðirnar “okkar” voru góðar þó stuttar væru. Þær gátu aldrei sýn nema smá sýnishorn af hverjum stað. Þú stóðs þig frábærlega á röltinu og sérstaklega hjálplegur við alla upplýsingagjöf.
Við hjónin þökkum þér fyrir frábæra aðstoð eftir puttaóhappið mitt (Gunnar) og sérstaklega þökkum við teiminu á sjúkrastofunni um borð fyrir frábæra umönnun í alla staði og mikinn hlýhug. Án ykkar hefðum við ekki getað klárað þessa ágæu og frábæru ferð í góðum félagskap.
Þökkum kærlega fyrir okkur
Anna og Gunnar, Akureyri.